Sport

Clarke biðlar til stuðningsmanna

Steve Clarke, aðstoðarknattspyrnustjóri Chelsea biður stuðningsmenn liðsins að styðja jafn ötullega við bakið á sínum mönnum í leiknum gegn West Brom í deildinni í kvöld og þeir gerðu í leiknum við Barcelona í Meistaradeildinni á dögunum. "Við höfum ekki unnið neitt í deildinni ennþá og það er ekki hægt að bóka neinn sigur í þessari deild - sjáið bara jafnteflið sem Manchester United gerði við Crystal Palace.  Það getur allt gerst í þessu og því þurfum við að fá ákafan stuðning frá áhorfendum til að klára dæmið", sagði Clarke í viðtali við breska fjölmiðla. Chelsea getur náð 11 stiga forskoti á United með sigri á West Brom í kvöld og ef þeir ná sigri, getur lítið annað en kraftaverk hindrað liðið í að verða enskur meistari í ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×