Sport

Mourinho ætlar í mál

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea ætlar í mál við Volker Roth hjá evrópska knattspyrnusambandinu ef hann biður sig ekki afsökunar á ummælum hans, þegar hann kallaði stjórann "óvin knattspyrnunar" í kjölfar brotthvarfs dómarans Anders Frisk á dögunum. Ummæli Jose Mourinho um Frisk dómara eftir fyrri leikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni, þar sem hann kenndi dómaranum um tapið, eru talin hafa verið kveikjan að því að dómaranun tóku að berast morðhótanir sem urðu þess valdandi að hann hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna.  Eftir að ljóst var að Frisk myndi hætta vegna þessa, kallaði Volker Roth, formaður dómaranefndar Evrópu, Mourinho "óvin knattspyrnunar". Sá portúgalski hefur nú brugðist ókvæða við ummælum Roth og segist einfaldlega fara í meiðyrðamál við hann ef hann ekki biðst afsökunar á framferði sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×