Sport

Savage hættur með landsliðinu

Robbie Savage, hinn litríki miðjumaður Blackburn Rovers, hefur ákveðið að hætta að leika með landsliði Wales. Savage er þrítugur og hefur að sögn ekki áhuga á að leika undir stjórn John Toshack fyrir lið Wales, en hefur þess í stað ákveðið að nota alla sína krafta í að leika fyrir Mark Hughes, fyrrum landsliðsþjálfara Wales, sem er við stjórnvölinn hjá Blackburn. Toshack hafði gagnrýnt Savage fyrir að fá rautt spjald í leik með Wales fyrir nokkru og er talið að það hafi haft áhrif á ákvörðun miðjumannsins litríka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×