Sport

Keflavík á toppinn í riðli 2

Keflavík tyllti sér á topp 2. riðils í A-deild deildarbikarsins í knattspyrnu nú síðdegis með 2-0 sigri á Fram en leikið var í Fífunni. Guðmundur Steinarsson skoraði á 11. mín og Ingvi Guðmundsson bætti síðara markinu við á 57. mínútu. Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans klifruðu því aftur upp fyrir HK sem fyrr í dag náðu toppsætinu með óvæntum sigri á Íslandsmeisturum FH, 3-0. Í Boganum á Akueyri mætast Völsungur og KA kl. 17.15. Keflavík er efst með 8 stig og HK í öðru sæti með 6 stig, bæði eftir 3 leiki, KR kemur næst með 5 stig eftir 3 leiki og Völsungur í 4. sæti með 4 stig einnig eftir 3 leiki. KA í 5. sæti með 2 stig eftir 2 leiki, FH í 6. sæti með 2 stig eftir 3 leiki eins og Fram sem er í sjöunda og næst neðsta sæti. Þróttur Reykjavík situr á botninum með 1 stig eftir 2 leiki. Einn leikur fer fram í deildarbikarkeppni kvenna í kvöld þegar Haukar og Keflavík mætast í Fífunni kl. 20.00 en keppni í kvennaflokki hófst nú um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×