Sport

Matthías með þrennu fyrir Valsmenn

Matthías Guðmundsson átti stórleik er Valsmenn sigruðu Víkinga 5-2 í öðrum leik dagsins í Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu, en leikið var í Reykjaneshöll suður með sjó. Vilhjálmur Vilhjálmsson kom Víkingum yfir í leiknum með marki úr vítaspyrnu á sautjándu mínútu, en Valsmenn voru fljótir að svara fyrir sig og tveim mínútum síðar voru þeir komir yfir 2-1. Fyrst var það Matthías Guðmundsson og svo Atli Þórarinsson, en þannig var staðan í hálfleik. Steinþór Gíslason kom Valsmönnum í 3-1 eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik og Matthías Guðmundsson skoraði 4-1 tíu mínútum síðar. Matthías fullkomnaði síðan þrennuna þremur mínútum fyrir leikslok áður en Stefán Örn Arnarsson lagaði stöðuna fyrir Víkinga með marki á loka mínútunni. Lokatölur 5-2. Nú stendur yfir leikur Grindavíkur og Fylkis, en hann hófst klukkan 17:00



Fleiri fréttir

Sjá meira


×