Sport

Blikar lögðu Skagamenn

Einum leik, af þremur, er lokið í Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag, en þar lögðu Blikar Skagamenn að velli með tveimur mörkum gegn einu. Skagamenn tefldu fram ungum markverði, Guðmundi Hreiðarssyni að nafni, en Þórður Þórðarson aðalmarkvörður Skagamanna er að jafna sig af meiðslum og Eyþór Óli Frímannsson varamarkvörður var frá vegna veikinda. Blikar komust í 2-0 strax í upphafi leiks er Steinþór Freyr Þorsteinsson og Hans Fróði Hansen skoruðu á 8. og 10. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Það var síðan hinn ungi og stórefnilegi Jón Vilhelm Ákason minnkaði muninn tuttugu mínútum fyrir leikslok með marki beint úr aukaspyrnu. Sigur Blika var sangjarn og verður gaman að fylgjast með þeim í sumar, en liðið situr á toppi 1. riðils í Deildarbikarnum með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Liðið er búið að sigra Þór A., Grindavík, Fylki og nú Skagamenn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×