Sport

Bolton undir og manni færri

Núna stendur yfir leikur Bolton og Arsenal á Reebok Stadium í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar og í hálfleik leiða gestirnir með einu mari gegn engu. Freddy Ljungberg kom Arsenal yfir strax á þriðju mínútu er hann komst einn innfyrir vörnina eftir sendingu frá Robert Pires og lyfti boltanum yfir Jussi Jaaskelainen sem kom út á móti honum. Það dróg aftur til tíðinda sex mínútum síðar er El-Hadji Diouf var réttilega rekinn af leikvelli fyrir að gefa Jens Lehman olnbogaskot. Klukkan 17:15 eigast við Southampton og Manchester United í sömu keppni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×