Stjórnarkreppu afstýrt í Palestínu 24. febrúar 2005 00:01 Mikil togstreita hefur ríkt á milli þings Palestínumanna og Ahmed Qureia forsætisráðherra undanfarna daga vegna skipunar nýrrar heimastjórnar og virtist stefna í afsögn forsætisráðherrans út af málinu. Mahmoud Abbas miðlaði hins vegar málum og sátt náðist um nýjan ráðherralista. Heimastjórnin verður skipuð ópólitískum sérfræðingum en ekki fyrrverandi stuðningsmönnum Jassers Arafat eins og útlit var fyrir í fyrstu. Þegar Mahmoud Abbas var kjörinn forseti Palestínumanna í janúarbyrjun boðaði hann róttæka uppstokkun á ríkisstjórninni. Þegar Jasser Arafat var við völd hafði ríkisstjórnin veika stöðu enda var hún jafnan skipuð tryggum samstarfsmönnum forsetans án tillits til hæfileika þeirra. Á mánudaginn kynnti Qureia 24 manna ráðherralista sinn og þá kom í ljós að aðeins fjórir nýir ráðherrar voru þar á meðal. Allir hinir höfðu setið í gömlu ríkisstjórninni sem almennt var talin gjörspillt. Í kjölfarið varð uppi fótur og fit í palestínska þinginu og lýsti þorri þingmanna því yfir að hann myndi ekki styðja ríkisstjórn Qureia. Fatah-hreyfingin, sem þeir Abbas og Qureia tilheyra báðir, hefur drjúgan meirihluta þingsæta og höfðu þingmenn hreyfingarinnar sig mikið í frammi í umræðunum. Í kjölfarið var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni um stjórnina til morguns og sá frestur var svo tvíframlengdur til gærdagsins. Þegar ljóst var að ráðherralisti Qureia nyti ekki stuðnings þingsins virtist allt stefna í að hann segði af sér forsætisráðherraembætti enda hefði tap í atkvæðagreiðslunni jafngilt vantrausti á hann. Því skarst Mahmoud Abbas í leikinn og sagði deilendum að nú væri ekki rétti tíminn til pólitískra væringa. Hann fundaði með þingmönnum Fatah á þriðjudag og miðvikudag en jafnframt fékk hann Qureia til að skipta um skoðun. Í gær samþykkti palestínska þingið svo nýjan og breyttan ráðherralista Queira með yfirgnæfandi meirihluta, 54 greiddu atkvæði með en 12 voru á móti. Sautján nýliðar setjast í ráðherrastóla í stjórn Qureia. Flestir ráðherranna eru ópólitískir sérfræðingar á þeim sviðum sem þeir eiga að starfa og eru margir þeirra með doktorsgráður í greinum á borð við lögfræði, verkfræði og læknisfræði. Meðal lykilmanna í stjórninni er Nasser Jousef innanríkisráðherra, en hann þykir harður í horn að taka og mun eflaust leggja sitt af mörkum til að koma á lögum og reglu á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna. Nasser al-Kidwa verður utanríkisráðherra en hann er fyrrverandi sendiherra Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum og frændi Arafats. Einn fárra ráðherra úr gömlu ríkisstjórninni sem halda sætum sínum er Nabil Shaath sem verður upplýsingaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra. Mörgum stjórnmálaskýrendum hefur komið á óvart hversu hart þingið brást við hugmyndum Qureia, sérstaklega þar sem margir þeirra sem hæst mótmæltu eru sjálfir í hópi fyrrverandi stuðningsmanna Arafats. Skýringin liggur eflaust í því að tiltrú almennings á Fatah-hreyfingunni hefur dvínað talsvert og þegar gengið verður til þingkosninga í júní mun Hamas-hreyfingin vafalaust taka af þeim fjölda þingsæta en hún hyggst bjóða fram að þessu sinni. Með mótmælunum vilja þingmenn Fatah því láta líta svo út í augum almennings að þeir séu á móti spillingu og þannig öðlast traust. Ahmed Qureia þykir hins vegar hafa beðið mikinn álitshnekki af málinu og búast fáir við að hann haldi embætti sínu eftir kosningarnar í júní. Mahmoud Abbas hefur aftur á móti styrkt stöðu sína mjög. Hann deilir og drottnar yfir þingi og ríkisstjórn og nýtur óskoraðs umboðs almennings til þess arna. Erlent Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira
Mikil togstreita hefur ríkt á milli þings Palestínumanna og Ahmed Qureia forsætisráðherra undanfarna daga vegna skipunar nýrrar heimastjórnar og virtist stefna í afsögn forsætisráðherrans út af málinu. Mahmoud Abbas miðlaði hins vegar málum og sátt náðist um nýjan ráðherralista. Heimastjórnin verður skipuð ópólitískum sérfræðingum en ekki fyrrverandi stuðningsmönnum Jassers Arafat eins og útlit var fyrir í fyrstu. Þegar Mahmoud Abbas var kjörinn forseti Palestínumanna í janúarbyrjun boðaði hann róttæka uppstokkun á ríkisstjórninni. Þegar Jasser Arafat var við völd hafði ríkisstjórnin veika stöðu enda var hún jafnan skipuð tryggum samstarfsmönnum forsetans án tillits til hæfileika þeirra. Á mánudaginn kynnti Qureia 24 manna ráðherralista sinn og þá kom í ljós að aðeins fjórir nýir ráðherrar voru þar á meðal. Allir hinir höfðu setið í gömlu ríkisstjórninni sem almennt var talin gjörspillt. Í kjölfarið varð uppi fótur og fit í palestínska þinginu og lýsti þorri þingmanna því yfir að hann myndi ekki styðja ríkisstjórn Qureia. Fatah-hreyfingin, sem þeir Abbas og Qureia tilheyra báðir, hefur drjúgan meirihluta þingsæta og höfðu þingmenn hreyfingarinnar sig mikið í frammi í umræðunum. Í kjölfarið var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni um stjórnina til morguns og sá frestur var svo tvíframlengdur til gærdagsins. Þegar ljóst var að ráðherralisti Qureia nyti ekki stuðnings þingsins virtist allt stefna í að hann segði af sér forsætisráðherraembætti enda hefði tap í atkvæðagreiðslunni jafngilt vantrausti á hann. Því skarst Mahmoud Abbas í leikinn og sagði deilendum að nú væri ekki rétti tíminn til pólitískra væringa. Hann fundaði með þingmönnum Fatah á þriðjudag og miðvikudag en jafnframt fékk hann Qureia til að skipta um skoðun. Í gær samþykkti palestínska þingið svo nýjan og breyttan ráðherralista Queira með yfirgnæfandi meirihluta, 54 greiddu atkvæði með en 12 voru á móti. Sautján nýliðar setjast í ráðherrastóla í stjórn Qureia. Flestir ráðherranna eru ópólitískir sérfræðingar á þeim sviðum sem þeir eiga að starfa og eru margir þeirra með doktorsgráður í greinum á borð við lögfræði, verkfræði og læknisfræði. Meðal lykilmanna í stjórninni er Nasser Jousef innanríkisráðherra, en hann þykir harður í horn að taka og mun eflaust leggja sitt af mörkum til að koma á lögum og reglu á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna. Nasser al-Kidwa verður utanríkisráðherra en hann er fyrrverandi sendiherra Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum og frændi Arafats. Einn fárra ráðherra úr gömlu ríkisstjórninni sem halda sætum sínum er Nabil Shaath sem verður upplýsingaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra. Mörgum stjórnmálaskýrendum hefur komið á óvart hversu hart þingið brást við hugmyndum Qureia, sérstaklega þar sem margir þeirra sem hæst mótmæltu eru sjálfir í hópi fyrrverandi stuðningsmanna Arafats. Skýringin liggur eflaust í því að tiltrú almennings á Fatah-hreyfingunni hefur dvínað talsvert og þegar gengið verður til þingkosninga í júní mun Hamas-hreyfingin vafalaust taka af þeim fjölda þingsæta en hún hyggst bjóða fram að þessu sinni. Með mótmælunum vilja þingmenn Fatah því láta líta svo út í augum almennings að þeir séu á móti spillingu og þannig öðlast traust. Ahmed Qureia þykir hins vegar hafa beðið mikinn álitshnekki af málinu og búast fáir við að hann haldi embætti sínu eftir kosningarnar í júní. Mahmoud Abbas hefur aftur á móti styrkt stöðu sína mjög. Hann deilir og drottnar yfir þingi og ríkisstjórn og nýtur óskoraðs umboðs almennings til þess arna.
Erlent Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira