Erlent

Hyggjast efla kjarnorkuöryggismál

Forsetar Bandaríkjanna og Rússlands samþykktu í dag að efla öryggi í kjarnorkumálum með það að markmiði að draga úr hættunni á að hryðjuverkahópar komist yfir gerðeyðingarvopn. Munu ríkin deila upplýsingum í þessum málaflokki. Þá ákváðu þau að vinna áfram saman að því að þróa lítt auðgað úran sem nota má í kjarnorkuverum í öðrum löndum í stað úrans sem er mikið auðgað. Rússar og Bandaríkjamenn sömdu jafnframt um ljúka viðræðum um inngöngu þeirra fyrrnefndu í Alþjóðaviðskiptastofnunina á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×