Erlent

Knattspyrnumenn í meiri hættu

Atvinnumenn í knattspyrnu eru í mun meiri hættu en aðrir á að fá hættulegan taugasjúkdóm sem veldur lömun og leiðir fólk til dauða. Í nýrri rannsókn þar sem heilsufar sjö þúsund ítalskra atvinnumanna var skoðað kom í ljós að taugasjúkdómurinn ALS er fimm sinnum algengari meðal þeirra en annarra. Orsök sjúkdómsins er enn ókunn en engin lækning er til við honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×