Jafnt í Ásgarði 19. febrúar 2005 00:01 Stjarnan tók á móti pólska liðinu MKS Vitaral Jelfa í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en liðin mætast að nýju í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli en jafnt var á flestum tölum undir það síðasta. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn betur og komust í 4-0. Kristín Guðmundsdóttir fór mikinn á þessum tíma, skoraði 4 af fyrstu 5 mörkum liðsins og pólska liðið komst ekki á blað fyrr en eftir 6 mínutna leik. Vörn Stjörnunnar var mjög föst fyrir á þessum kafla og liðið sett góða pressu á boltann og fann þjálfari gestanna sig knúinn til að taka leikhlé eftir að rúmar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Pólsku stelpurnar tóku við sér eftir það og þá sérstaklega Agata Wypych sem skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik og lék vörn Stjörnunnar oft á tíðum grátt. Vitaral sigldi fram úr undir lok fyrir hálfleiks og staðan í leikhléi var 15-16, gestunum í vil. Gestirnir héldu uppteknum hætti í fyrri hálfleik, náðu fljótlega þriggja marka forskoti en Stjarnan var þó alltaf að narta í hælanna á pólsku stelpunum. Hekla Daðadóttir og Kristín Guðmundsdóttir fóru vel í gang í seinni hálfleik, hörkuskyttur þar á ferð. Þá var Jelena Jovanovic öflug í markinu og þegar 10 mínútur voru eftir var staðan jöfn, 27-27. Jafnt var á flestum tölum eftir það en Vitaral komst einu marki yfir þegar 37 sekúndur leiksloka. Þjálfari Stjörnunnar tók þá leikhlé og Kristín freistaði þess að jafna leikinn en skot hennar var varið. Anna Blöndal náði að stela boltanum og Elísabet Gunnarsdóttir fiskaði vítakast þegar 15 sekúndur voru eftir. Hekla Daðadóttir var öryggið uppmálað og jafnaði leikinn, 30-30. Pólska liðið komst lítt áleiðis á lokasekúndunum og jafntefli staðreynd. "Nú er bara hálfleikur af því að við mætum liðinu aftur á morgun [í dag]," sagði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar. "Þetta var svona að hætti hússins má segja. Við tókum rispur en það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn aftur, hefðum frekar átt að keyra á þær í stað þess að slaka á. En ég er mjög ánægður með liðið og finnst það eiga mikið inni. Við förum óhrædd í seinni leikinn," sagði Erlendur. Íslenski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Stjarnan tók á móti pólska liðinu MKS Vitaral Jelfa í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en liðin mætast að nýju í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli en jafnt var á flestum tölum undir það síðasta. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn betur og komust í 4-0. Kristín Guðmundsdóttir fór mikinn á þessum tíma, skoraði 4 af fyrstu 5 mörkum liðsins og pólska liðið komst ekki á blað fyrr en eftir 6 mínutna leik. Vörn Stjörnunnar var mjög föst fyrir á þessum kafla og liðið sett góða pressu á boltann og fann þjálfari gestanna sig knúinn til að taka leikhlé eftir að rúmar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Pólsku stelpurnar tóku við sér eftir það og þá sérstaklega Agata Wypych sem skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik og lék vörn Stjörnunnar oft á tíðum grátt. Vitaral sigldi fram úr undir lok fyrir hálfleiks og staðan í leikhléi var 15-16, gestunum í vil. Gestirnir héldu uppteknum hætti í fyrri hálfleik, náðu fljótlega þriggja marka forskoti en Stjarnan var þó alltaf að narta í hælanna á pólsku stelpunum. Hekla Daðadóttir og Kristín Guðmundsdóttir fóru vel í gang í seinni hálfleik, hörkuskyttur þar á ferð. Þá var Jelena Jovanovic öflug í markinu og þegar 10 mínútur voru eftir var staðan jöfn, 27-27. Jafnt var á flestum tölum eftir það en Vitaral komst einu marki yfir þegar 37 sekúndur leiksloka. Þjálfari Stjörnunnar tók þá leikhlé og Kristín freistaði þess að jafna leikinn en skot hennar var varið. Anna Blöndal náði að stela boltanum og Elísabet Gunnarsdóttir fiskaði vítakast þegar 15 sekúndur voru eftir. Hekla Daðadóttir var öryggið uppmálað og jafnaði leikinn, 30-30. Pólska liðið komst lítt áleiðis á lokasekúndunum og jafntefli staðreynd. "Nú er bara hálfleikur af því að við mætum liðinu aftur á morgun [í dag]," sagði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar. "Þetta var svona að hætti hússins má segja. Við tókum rispur en það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn aftur, hefðum frekar átt að keyra á þær í stað þess að slaka á. En ég er mjög ánægður með liðið og finnst það eiga mikið inni. Við förum óhrædd í seinni leikinn," sagði Erlendur.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira