Sport

Figo óttast ekki Juventus

Luis Figo, sem brenndi af vítaspyrnu er Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, varði frá honum í 3-1 tapi Real Madrid gegn Juventus árið 2003 í Tórínó í Meistaradeild Evrópu, segir að Real Madrid séu sterkari aðilinn núna. "Juve er með frábært lið, en þeir eru ekki ósigrandi," sagði Figo. "Við viljum bara vinna og halda áfram í keppninni. Það sem gerðist í fortíðinni skiptir ekki máli núna"."Það er ennþá talað mikið um þessa vítaspyrnu," hélt Figo áfram. "Við töpuðum með tveimur mörkum þannig að þessi spyrna skipti ekki það miklu máli. Ef við vinnum 2-0 á Santiago Bernabeu á þriðjudaginn yrðu það mjög góð úrslit".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×