Tónlist

Lokahnykkurinn í vali á vinsælasta flytjandanum

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Þá verður vinsælasti flytjandinn að mati almennings kynntur en netkosning fór fram hér á Vísi. Kosningunni lauk í kvöld og tóku rúmlega 5.000 manns þátt. Við tók síma- og SMS-kosning milli þeirra sem lentu í fimm efstu sætunum í netkosningunni. Valið stendur nú á milli Eivarar Pálsdóttur, Í svörtum fötum, Mugison, Ragnheiðar Gröndal og Quarashi. Hægt er að hringja í síma 900-1101 til 1105 eða senda SMS itv 110x í númerið 1900 þar til skammt lifir eftir af útsendingu frá hátíðarsamkomu Íslensku tónlistarverðlaunanna. Samkoman hefst klukkan 20 og verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. SMS í síma 1900SímakosningEivör Pálsdóttiritv 1101900 1101Í svörtum fötumitv 1102900 1102Mugisonitv 1103900 1103Ragnheiður Gröndalitv 1104900 1104Quarashiitv 1105900 1105





Fleiri fréttir

Sjá meira


×