Megirðu brenna í helvíti, Zarqawi 11. nóvember 2005 19:38 „Megirðu brenna í helvíti, Abu Musab al-Zarqawi", hrópuðu þúsundir Jórdana á götum Amman í dag þar sem þeir mótmæltu hryðjuverkaárásum al-Qaida í fyrrakvöld. Þessi reiði Jórdana virðist hafa komið leiðtogum hryðjuverkasamtakanna á óvart því þeir sendu frá sér aðra yfirlýsingu í dag þar sem reynt var að réttlæta sjálfsmorðssprengingarnar sem urðu nær sextíu manns að bana. Al-Zarqawi, einn þekktasti leiðtogi al-Qaida samtakanna, er Jórdani sjálfur og hann og samtökin hafa átt nokkuð marga stuðningsmenn meðal Jórdana. Það breyttist snarlega þegar árásir voru gerðar á þrjú alþjóðleg hótel í höfuðborginni Amman í fyrrakvöld. Einkum eiga menn erfitt með að skilja hvað saklausir gestir í brúðkaupsveislu hafi til saka unnið en ein sprengjan var sprengd í miðri veislu á Radisson SAS hótelinu. Brúðguminn, Ashraf al-Akhras, segir að þeir sem beri ábyrgð á hryðjuverkunum séu ekki múslímar því þau hafi ekkert með íslam að gera. Múslímar séu samheldnir og finni til samkenndar og drepi ekki hvern annan. Jórdanir eru sem sagt æfir og bendir flest til þess að al-Qaida hafi misreiknað viðbrögð þeirra, en í yfirlýsingum á vefsíðu sem talin er á þeirra vegum lýstu samtökin ábyrgð á hendur sér en í dag fylgdi svo önnur, lengri útskýring, þar sem reynt var að réttlæta árásirnar með því að hótelin hefðu verið miðstöðvar svika, hórdóms og vestrænnar spillingar. Á fyrrnefndri vefsíðu segir að árásarmennirnir hafi verið fjórir Írakar, þar af ein hjón. Þetta hefur ekki fengist staðfest en tólf manns hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, flaug til Amman í dag og fundaði með Abdullah II konungi og notaði tækifærið til að skora á þjóðir heims. Hann sagðist endurtaka ákall sitt til aðildarríkja S.þ. um að samþykkja alhliða sáttmála gegn hryðjuverkum. „Það er hægt og það er nauðsynlegt að þessi sáttmáli verði samþykktur fyrir árslok," sagði Annan. Erlent Fréttir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Sjá meira
„Megirðu brenna í helvíti, Abu Musab al-Zarqawi", hrópuðu þúsundir Jórdana á götum Amman í dag þar sem þeir mótmæltu hryðjuverkaárásum al-Qaida í fyrrakvöld. Þessi reiði Jórdana virðist hafa komið leiðtogum hryðjuverkasamtakanna á óvart því þeir sendu frá sér aðra yfirlýsingu í dag þar sem reynt var að réttlæta sjálfsmorðssprengingarnar sem urðu nær sextíu manns að bana. Al-Zarqawi, einn þekktasti leiðtogi al-Qaida samtakanna, er Jórdani sjálfur og hann og samtökin hafa átt nokkuð marga stuðningsmenn meðal Jórdana. Það breyttist snarlega þegar árásir voru gerðar á þrjú alþjóðleg hótel í höfuðborginni Amman í fyrrakvöld. Einkum eiga menn erfitt með að skilja hvað saklausir gestir í brúðkaupsveislu hafi til saka unnið en ein sprengjan var sprengd í miðri veislu á Radisson SAS hótelinu. Brúðguminn, Ashraf al-Akhras, segir að þeir sem beri ábyrgð á hryðjuverkunum séu ekki múslímar því þau hafi ekkert með íslam að gera. Múslímar séu samheldnir og finni til samkenndar og drepi ekki hvern annan. Jórdanir eru sem sagt æfir og bendir flest til þess að al-Qaida hafi misreiknað viðbrögð þeirra, en í yfirlýsingum á vefsíðu sem talin er á þeirra vegum lýstu samtökin ábyrgð á hendur sér en í dag fylgdi svo önnur, lengri útskýring, þar sem reynt var að réttlæta árásirnar með því að hótelin hefðu verið miðstöðvar svika, hórdóms og vestrænnar spillingar. Á fyrrnefndri vefsíðu segir að árásarmennirnir hafi verið fjórir Írakar, þar af ein hjón. Þetta hefur ekki fengist staðfest en tólf manns hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, flaug til Amman í dag og fundaði með Abdullah II konungi og notaði tækifærið til að skora á þjóðir heims. Hann sagðist endurtaka ákall sitt til aðildarríkja S.þ. um að samþykkja alhliða sáttmála gegn hryðjuverkum. „Það er hægt og það er nauðsynlegt að þessi sáttmáli verði samþykktur fyrir árslok," sagði Annan.
Erlent Fréttir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Sjá meira