Erlent

Tugir látast af völdum heimilisofbeldis

Heimilisofbeldi. Þrátt fyrir herferð stjórnvalda hefur lítið dregið úr ofbeldi og morðum á spænskum heimilum.
Heimilisofbeldi. Þrátt fyrir herferð stjórnvalda hefur lítið dregið úr ofbeldi og morðum á spænskum heimilum. Nordicphotos/GEtty images

Alls hafa 52 konur látist á Spáni af völdum heimilis­ofbeldis það sem af er árinu, enda þótt stjórnvöld hafi í ársbyrjun hafið mikla herferð gegn því sem spænskir fjölmiðlar kalla "hryðjuverk á heimilunum".

Heimilisofbeldi er alvarlegt þjóðfélagslegt vandamál í landinu en tiltölulega stutt er síðan yfirvöld gerðu sér grein fyrir ástandinu. Hafa hin síðustu ár milli 50 og 150 konur látist vegna þess á hverju ári. Konurnar eru á öllum aldri og er þær yngstu allt niður í sextán ára sem hafa orðið fórnarlömb eiginmanna eða elskhuga sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×