Erlent

Dregur úr gjafmildi

Pakistanar bera hjálpargögn til þurfandi. Svíar hafa látið minna fé af hendi rakna en oft áður.
Pakistanar bera hjálpargögn til þurfandi. Svíar hafa látið minna fé af hendi rakna en oft áður.

Rauði krossinn í Svíþjóð hefur neyðst til að taka lán sem nemur rúmum milljarði íslenskra króna til að kaupa tjöld fyrir fórnar­lömbin á jarðskjálftasvæðunum í Pakistan, að sögn dagblaðsins Dagens Nyheter. Svíar hafa ekki verið jafn viljugir að gefa fé í söfnun samtakanna núna og þeir voru eftir flóðin í Indlandshafi í ársbyrjun.

Skömmu eftir flóðin höfðu þeir gefið um 300 milljónir íslenskra króna og er það tíföld sú upphæð sem þeir höfðu gefið eftir jafnlangan tíma til fórnarlamba jarðskjálftans. Ástæðan er talin sú að flóðbylgjan í Indlandshafi snerti mjög marga Svía, sem voru í leyfi á svæðinu þegar flóðið átti sér stað, en það gerði hins vegar jarðskjálftinn í Kasmír ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×