Sport

Átta leikja bann fyrir hrindingu

Knattspyrnumaðurinn Sal Mikoliunas, samherji Hjálmars Þórarinssonar hjá Hearts í Skotlandi, var dæmdur í 8 leikja bann í dag fyrir að hrinda línuverði í leik gegn Rangers. Litháinn knái brást afar ósáttur við vítaspyrnu sem Rangers fékk á 90. mínútu leiksins og vatt sér full harkalega að línuverðinum með brjóstkassann á undan sér og fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið. Aganefnd skoska knattspyrnusambandsins þótti ástæða til að þyngja dóminn um 5 leiki en Mikoliunas fékk sjálfkrafa þrjá leiki fyrir að fá rautt spjald.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×