Stjórnvöld höfðu ekki lagaheimildir 12. desember 2005 07:00 Iðkendur Falun Gong mótmæla á friðsaman hátt fyrir framan Stjórnarráðið í júní 2002. Umboðsmaður alþingis hefur skilað af sér áliti vegna ákvörðunar stjórnvalda um að setja komubann á meðlimi Falun Gong meðan á opinberri heimsókn Kínaforseta stóð sumarið 2002. Þar kemur fram að íslensk stjórnvöld hafi ekki haft fullnægjandi lagaheimild til þess að meina meðlimum Falun Gong fyrirfram landgöngu og fela einkaréttarlegum aðila, Flugleiðum hf., að framkvæma þá ákvörðun með því að meina iðkendum Falun Gong að ganga um borð í vélar flugfélagsins. Meðan á heimsókn forseta Kína stóð hugðust fjölmargir meðlimir Falun Gong koma til landsins til þess að mótmæla meðferð kínverskra stjórnvalda á meðlimum Falun Gong hreyfingarinnar í Kína. Mótmælin áttu að fara fram á friðsamlegan hátt enda boðar hreyfingin umburðarlyndi, umhyggju og sannleika. Nokkuð margir iðkendur Falung Gong komu til landsins og höfðu stjórnvöld áhyggjur af því að lögreglan í landinu hefði ekki mannafl til að takast á við hugsanleg vandamál. Fjölmargir meðlimir hreyfingarinnar voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli og snúið heim. Þá voru 26 mótmælendur fluttir í Njarðvíkurskóla þar sem þeim var haldið þar til þeir voru sendir til síns heima. Að auki fengu íslensk stjórnvöld í hendur lista yfir meðlimi Falun Gong víðs vegar í heiminum og eftir þessum lista var farið þegar meðlimum Falun Gong var meinað að ganga um borð í flugvélar Flugleiða á um 10 flugvöllum í Evrópu og Norður-Ameríku. Ákvörðun stjórnvalda var harðlega gagnrýnd á sínum tíma enda var Ísland fyrsta vestræna ríkið sem meinaði meðlimum hreyfingarinnar að koma til landsins. Tveir einstaklingar kvörtuðu undan aðgerðum stjórnvalda við umboðsmann alþingis. Beindist kvörtunin meðal annars að þeirri ákvörðun stjórnvalda að neita mönnum, sem höfðu gilda farseðla og fullnægjandi ferðaheimildir, að ganga um borð í flugvélar á leið til landsins. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu á þeim tíma var tilgangurinn sá að "spara umstang við landgöngusynjun og sendingu viðkomandi til baka". Það er mat umboðsmanns alþingis að þær ástæður hafi ekki dugað til þess að setja komubann á mótmælendurna. Umboðsmaður alþingis bendir á að í gögnum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sé ekki hægt að lesa með skýrum hætti hver lagalegur grundvöllur ákvörðunar ráðuneytisins hafi verið. Í gögnunum er vísað til laga um eftirlit með útlendingum sem að mati umboðsmanns fela ekki í sér fullnægjandi heimilir til að setja slíkt bann. Að mati umboðsmanns var réttur farþeganna jafnframt brotinn þar sem þeir áttu ekki kost á að fá ákvörðun lögreglustjóra eða útlendingaeftirlits endurskoðaða hjá æðra stjórnvaldi þar eð dómsmálaráðuneytið hafði þegar komið með beinum hætti að málinu. Þótt umboðsmaður gagnrýni ákvörðun stjórnvalda telur hann ekki ástæðu til þess að stjórnvöld taki ákvörðun sína til baka. Hann beinir hins vegar þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka mið af álitinu ef íslensk stjórnvöld standa í framtíðinni frammi fyrir sambærilegum aðstæðum. Þá segir umboðsmaður ennfremur að það verði að vera verkefni dómstóla að skera úr um hvort íslenska ríkið hafi með ákvörðunum sínum bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem hlut áttu að máli. Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Umboðsmaður alþingis hefur skilað af sér áliti vegna ákvörðunar stjórnvalda um að setja komubann á meðlimi Falun Gong meðan á opinberri heimsókn Kínaforseta stóð sumarið 2002. Þar kemur fram að íslensk stjórnvöld hafi ekki haft fullnægjandi lagaheimild til þess að meina meðlimum Falun Gong fyrirfram landgöngu og fela einkaréttarlegum aðila, Flugleiðum hf., að framkvæma þá ákvörðun með því að meina iðkendum Falun Gong að ganga um borð í vélar flugfélagsins. Meðan á heimsókn forseta Kína stóð hugðust fjölmargir meðlimir Falun Gong koma til landsins til þess að mótmæla meðferð kínverskra stjórnvalda á meðlimum Falun Gong hreyfingarinnar í Kína. Mótmælin áttu að fara fram á friðsamlegan hátt enda boðar hreyfingin umburðarlyndi, umhyggju og sannleika. Nokkuð margir iðkendur Falung Gong komu til landsins og höfðu stjórnvöld áhyggjur af því að lögreglan í landinu hefði ekki mannafl til að takast á við hugsanleg vandamál. Fjölmargir meðlimir hreyfingarinnar voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli og snúið heim. Þá voru 26 mótmælendur fluttir í Njarðvíkurskóla þar sem þeim var haldið þar til þeir voru sendir til síns heima. Að auki fengu íslensk stjórnvöld í hendur lista yfir meðlimi Falun Gong víðs vegar í heiminum og eftir þessum lista var farið þegar meðlimum Falun Gong var meinað að ganga um borð í flugvélar Flugleiða á um 10 flugvöllum í Evrópu og Norður-Ameríku. Ákvörðun stjórnvalda var harðlega gagnrýnd á sínum tíma enda var Ísland fyrsta vestræna ríkið sem meinaði meðlimum hreyfingarinnar að koma til landsins. Tveir einstaklingar kvörtuðu undan aðgerðum stjórnvalda við umboðsmann alþingis. Beindist kvörtunin meðal annars að þeirri ákvörðun stjórnvalda að neita mönnum, sem höfðu gilda farseðla og fullnægjandi ferðaheimildir, að ganga um borð í flugvélar á leið til landsins. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu á þeim tíma var tilgangurinn sá að "spara umstang við landgöngusynjun og sendingu viðkomandi til baka". Það er mat umboðsmanns alþingis að þær ástæður hafi ekki dugað til þess að setja komubann á mótmælendurna. Umboðsmaður alþingis bendir á að í gögnum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sé ekki hægt að lesa með skýrum hætti hver lagalegur grundvöllur ákvörðunar ráðuneytisins hafi verið. Í gögnunum er vísað til laga um eftirlit með útlendingum sem að mati umboðsmanns fela ekki í sér fullnægjandi heimilir til að setja slíkt bann. Að mati umboðsmanns var réttur farþeganna jafnframt brotinn þar sem þeir áttu ekki kost á að fá ákvörðun lögreglustjóra eða útlendingaeftirlits endurskoðaða hjá æðra stjórnvaldi þar eð dómsmálaráðuneytið hafði þegar komið með beinum hætti að málinu. Þótt umboðsmaður gagnrýni ákvörðun stjórnvalda telur hann ekki ástæðu til þess að stjórnvöld taki ákvörðun sína til baka. Hann beinir hins vegar þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka mið af álitinu ef íslensk stjórnvöld standa í framtíðinni frammi fyrir sambærilegum aðstæðum. Þá segir umboðsmaður ennfremur að það verði að vera verkefni dómstóla að skera úr um hvort íslenska ríkið hafi með ákvörðunum sínum bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem hlut áttu að máli.
Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira