Skemmtilegasta flíkin 10. febrúar 2005 00:01 Í snjónum og skammdeginu finnst Nönnu Kristínu Jóhannsdóttur skemmtilegast að klæða sig í turkísbláa loðvestið sitt sem er hlýtt og mjúkt og lífgar upp á tilveruna. "Vestið fékk ég í Oasis rétt fyrir jól og þetta er ein skemmtilegasta flíkin mín í fataskápnum núna." Ásamt því er gallajakkinn í miklu uppáhaldi. "Ég hef notað hann endalaust síðan ég keypti hann í Gallerí 17 fyrir rúmum þremur árum og hann er eflaust mest notaða flíkin sem ég á fyrir utan auðvitað Diesel-gallabuxurnar." Nanna Kristín Jóhannsdóttir er ein af Idol-stjörnunum okkar í ár en öllum að óvörum féll hún úr keppninni í Smáralind fyrir nokkrum vikum. Þessi unga efnilega söngkona lætur þó mótlætið þó ekki stoppa sig og vonast til að geta spreytt sig meira á söngnum, en hún hefur lært klassískan söng í nokkur ár og er komin á sjöunda stig. Nanna hefur verið í pásu frá söngnáminu um nokkra hríð á meðan hún sinnir námi í hjúkrunarfræði og litlu fjölskyldunni sinni. Söngurinn er þó aldrei langt undan hjá Nönnu og vonandi reisir hún röddina fljótlega aftur fyrir alþjóð. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Í snjónum og skammdeginu finnst Nönnu Kristínu Jóhannsdóttur skemmtilegast að klæða sig í turkísbláa loðvestið sitt sem er hlýtt og mjúkt og lífgar upp á tilveruna. "Vestið fékk ég í Oasis rétt fyrir jól og þetta er ein skemmtilegasta flíkin mín í fataskápnum núna." Ásamt því er gallajakkinn í miklu uppáhaldi. "Ég hef notað hann endalaust síðan ég keypti hann í Gallerí 17 fyrir rúmum þremur árum og hann er eflaust mest notaða flíkin sem ég á fyrir utan auðvitað Diesel-gallabuxurnar." Nanna Kristín Jóhannsdóttir er ein af Idol-stjörnunum okkar í ár en öllum að óvörum féll hún úr keppninni í Smáralind fyrir nokkrum vikum. Þessi unga efnilega söngkona lætur þó mótlætið þó ekki stoppa sig og vonast til að geta spreytt sig meira á söngnum, en hún hefur lært klassískan söng í nokkur ár og er komin á sjöunda stig. Nanna hefur verið í pásu frá söngnáminu um nokkra hríð á meðan hún sinnir námi í hjúkrunarfræði og litlu fjölskyldunni sinni. Söngurinn er þó aldrei langt undan hjá Nönnu og vonandi reisir hún röddina fljótlega aftur fyrir alþjóð.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira