Innlent

Systkin í sviðsljósinu

Íslenskar systur unnu maraþon og hálfmaraþon kvenna í Reykjavíkur-maraþoninu meðan sænskir bræður voru jafn sigursælir í maraþoni og hálfmaraþoni karla. Bryndís Ernstdóttir fagnaði sigri í maraþoni kvenna og systir hennar Martha Ernstdóttir í hálfmaraþoni. Mäns Hoiom varð fyrstur í maraþoni karla og eldri bróðir hans Runar í hálfmaraþoninu. Þriðji bróðirinn komst einnig á verðlaunapall. Öll möguleg þátttökumet voru slegin í gær, 4.136 tóku þátt og hafa aldrei verið fleiri, þá voru sett þátttökumet í öllum vegalengdum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×