Tugþúsundir í miðbænum í dag 20. ágúst 2005 00:01 Tugþúsundir manna arka nú um miðbæ Reykjavíkur og fylgjast með fjölbreyttri dagskrá Menningarnætur. Gert er ráð fyrir allt að hundrað þúsund manns í miðbænum í kvöld. Dagskrá Menningarnætur hófst þegar Reykjavíkurmaraþonið var ræst í morgun. Menningin hefur bókstaflega blómstrað í allan dag á þessum stærsta menningarviðburði landsmanna. Í Ráðhúsinu var sérstök dönsk dagskrá þar sem aðalborgarstjóri Kaupmannahafnar var í heimsókn. Sif Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarnætur, var ánægð í upphafi dags. Sif sagði dagskrána mjög fjölbreytta og hún teldi að langflestir aldurshópar ættu að geta fundið eitthvað sem höfðaði til þeirra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sagði aðspurð að sér liðið bara vel á Menningarnótt. Það væri gaman að sjá hversu mikið Menningarnóttin hefði sprungið út. Þegar byrjað hefði verið á henni hefði ekki verið á vísan að róa með það. Margir biðu spenntir eftir þjónahlaupinu þar sem þjónarnir hlupu með bakkana og full rauðvísglös. Joshua, einn þeirra sem tóku þátt í hlaupinu, sagði aðspurður að hlaupið hefði ekki verið svo erfitt. Það þyrfti bara að passa sig að hella mátulega í glösin. Spurður hvort þetta væri svona í vinnunni játti hann því og sagði það reyndar aðeins erfiðara því þar væri meira af fólki. Ungu kynslóðinni þótti spennandi að stíga á mótorhjól Félags Harley Davidson eigenda við Alþingishúsið og biðröðin var löng við draugahúsið í Tryggingamiðstöðinni. Gestir þar sögðu draugahúsið mjög skemmtilegt. Eins og síðari ár var boðið upp á heilgrillað naut frá Bautanum á Akureyri. Guðmundur Tryggvason á Bautanum sagði ef menn ætluðu að borða bolann með meðlæti mætti metta um 400 manns með honum en nú væri aðeins boðið upp á litla bita. Aðspurður hvenær hann hefði byrjað að grilla sagði Guðmundur að kveikt hefði verið undir nautinu klukkan sex í gærkvöldi. Dagskrán Menningarnætur lýkur svo með flugeldasýningu klukkan ellefu á hafnarbakkanum í Reykjavík og þá er búist við að eitt hundrað þúsund manns verði í miðbænum. Lögreglan mun rýma gatnamót til að hleypa umferðinni úr miðborginni, en það gekk mjög vel í fyrra. Lögreglan vill þó hvetja almenning til að nota strætó, þannig sé mun auðveldara að komast úr miðbænum. Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Tugþúsundir manna arka nú um miðbæ Reykjavíkur og fylgjast með fjölbreyttri dagskrá Menningarnætur. Gert er ráð fyrir allt að hundrað þúsund manns í miðbænum í kvöld. Dagskrá Menningarnætur hófst þegar Reykjavíkurmaraþonið var ræst í morgun. Menningin hefur bókstaflega blómstrað í allan dag á þessum stærsta menningarviðburði landsmanna. Í Ráðhúsinu var sérstök dönsk dagskrá þar sem aðalborgarstjóri Kaupmannahafnar var í heimsókn. Sif Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarnætur, var ánægð í upphafi dags. Sif sagði dagskrána mjög fjölbreytta og hún teldi að langflestir aldurshópar ættu að geta fundið eitthvað sem höfðaði til þeirra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sagði aðspurð að sér liðið bara vel á Menningarnótt. Það væri gaman að sjá hversu mikið Menningarnóttin hefði sprungið út. Þegar byrjað hefði verið á henni hefði ekki verið á vísan að róa með það. Margir biðu spenntir eftir þjónahlaupinu þar sem þjónarnir hlupu með bakkana og full rauðvísglös. Joshua, einn þeirra sem tóku þátt í hlaupinu, sagði aðspurður að hlaupið hefði ekki verið svo erfitt. Það þyrfti bara að passa sig að hella mátulega í glösin. Spurður hvort þetta væri svona í vinnunni játti hann því og sagði það reyndar aðeins erfiðara því þar væri meira af fólki. Ungu kynslóðinni þótti spennandi að stíga á mótorhjól Félags Harley Davidson eigenda við Alþingishúsið og biðröðin var löng við draugahúsið í Tryggingamiðstöðinni. Gestir þar sögðu draugahúsið mjög skemmtilegt. Eins og síðari ár var boðið upp á heilgrillað naut frá Bautanum á Akureyri. Guðmundur Tryggvason á Bautanum sagði ef menn ætluðu að borða bolann með meðlæti mætti metta um 400 manns með honum en nú væri aðeins boðið upp á litla bita. Aðspurður hvenær hann hefði byrjað að grilla sagði Guðmundur að kveikt hefði verið undir nautinu klukkan sex í gærkvöldi. Dagskrán Menningarnætur lýkur svo með flugeldasýningu klukkan ellefu á hafnarbakkanum í Reykjavík og þá er búist við að eitt hundrað þúsund manns verði í miðbænum. Lögreglan mun rýma gatnamót til að hleypa umferðinni úr miðborginni, en það gekk mjög vel í fyrra. Lögreglan vill þó hvetja almenning til að nota strætó, þannig sé mun auðveldara að komast úr miðbænum.
Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira