Hugsanleg bótamál vegna Vioxx 20. ágúst 2005 00:01 Íslenskir gigtarsjúklingar fara hugsanlega fram á skaðabætur vegna notkunar á gigtarlyfinu Vioxx, en í gær voru ekkju manns sem lést í kjölfar notkunar lyfsins dæmdir 16 milljarðar króna í bætur. Viðamikil rannsókn á áhrifum lyfsins á íslenska gigtarsjúklinga er að hefjast. Kviðdómur í Texas í Bandaríkjunum dæmdi í gær ekkju Bandaríkjamanns sem lést í kjölfar notkunar gigtalyfsins Vioxx, 253 milljónir Bandaríkjadala í bætur, en það samsvarar sextán og hálfum milljarði króna. Talið er að þúsundir skaðabótamála fylgi í kjölfarið í Bandaríkjunum. Vioxx hefur verið mikið notað hérlendis þar til í fyrra þar til í fyrra og Landlæknisembættið og Tryggingastofnun ætla nú að láta fara fram rannsókn á aukaverkunum lyfsins. Rannsóknin byggist á lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins og Tryggingastofnunar þar sem skráðar eru upplýsingar um alla þá sjúklinga sem tekið hafa Vioxx og skyld lyf. Nýta á gögnin til að kanna hvort inntaka þessara lyfja auki áhættuna á kransæðastíflu eða heilablóðfalli. Guðmundur Þorgeirsson, sérfræðingur í hjartasjúkdómum, segir að kanna eigi hvort þessi lyfjataka sé áhættuþáttur og hversu sterk hún sé og í hvaða samhengi hún verki. Guðmundur segir að rannsóknin sé um það bil að hefjast og hann bindur vonir við að niðurstöður hennar liggi fyrir innan árs. Áður en niðurstöður hennar liggi fyrir sé erfitt að segja nokkuð um hvort vart hafi orðið aukaverkana hér á landi vegna lyfsins. Guðmundur segir mikilvægt að átta sig á því að öll gigtarlyf hækki blóðþrýsting og geti haft mjög slæm áhrif á nýrnastarfsemi. Þetta mál snúist um óvænta aukaverkun sem sé að lyfið auki líkur á kransæðasjúkdómum. Hann segir enn fremur að nýjustu tölur bendi til þess að Vioxx auki áhættuna um 30-40 prósent og annað og eldra gigtarlyf, Indomedacin, auki hana kannski enn þá meira, 60-70 prósent. Hins vegar auki reykingar áhættuna um 200-300 prósent. Guðmundur segir mögulegt að einhverjir Íslendingar geti leitað skaðabóta vegna notkunar Vioxx þegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir. Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Íslenskir gigtarsjúklingar fara hugsanlega fram á skaðabætur vegna notkunar á gigtarlyfinu Vioxx, en í gær voru ekkju manns sem lést í kjölfar notkunar lyfsins dæmdir 16 milljarðar króna í bætur. Viðamikil rannsókn á áhrifum lyfsins á íslenska gigtarsjúklinga er að hefjast. Kviðdómur í Texas í Bandaríkjunum dæmdi í gær ekkju Bandaríkjamanns sem lést í kjölfar notkunar gigtalyfsins Vioxx, 253 milljónir Bandaríkjadala í bætur, en það samsvarar sextán og hálfum milljarði króna. Talið er að þúsundir skaðabótamála fylgi í kjölfarið í Bandaríkjunum. Vioxx hefur verið mikið notað hérlendis þar til í fyrra þar til í fyrra og Landlæknisembættið og Tryggingastofnun ætla nú að láta fara fram rannsókn á aukaverkunum lyfsins. Rannsóknin byggist á lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins og Tryggingastofnunar þar sem skráðar eru upplýsingar um alla þá sjúklinga sem tekið hafa Vioxx og skyld lyf. Nýta á gögnin til að kanna hvort inntaka þessara lyfja auki áhættuna á kransæðastíflu eða heilablóðfalli. Guðmundur Þorgeirsson, sérfræðingur í hjartasjúkdómum, segir að kanna eigi hvort þessi lyfjataka sé áhættuþáttur og hversu sterk hún sé og í hvaða samhengi hún verki. Guðmundur segir að rannsóknin sé um það bil að hefjast og hann bindur vonir við að niðurstöður hennar liggi fyrir innan árs. Áður en niðurstöður hennar liggi fyrir sé erfitt að segja nokkuð um hvort vart hafi orðið aukaverkana hér á landi vegna lyfsins. Guðmundur segir mikilvægt að átta sig á því að öll gigtarlyf hækki blóðþrýsting og geti haft mjög slæm áhrif á nýrnastarfsemi. Þetta mál snúist um óvænta aukaverkun sem sé að lyfið auki líkur á kransæðasjúkdómum. Hann segir enn fremur að nýjustu tölur bendi til þess að Vioxx auki áhættuna um 30-40 prósent og annað og eldra gigtarlyf, Indomedacin, auki hana kannski enn þá meira, 60-70 prósent. Hins vegar auki reykingar áhættuna um 200-300 prósent. Guðmundur segir mögulegt að einhverjir Íslendingar geti leitað skaðabóta vegna notkunar Vioxx þegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir.
Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira