Erlent

Skaut þrjá strætisvagnafarþega

Þrír eru látnir eftir að maður í búningi ísraelska hersins hóf skothríð um borð í strætisvagni í bænum Shfaram í Ísrael í dag. Lögregla segist hafa handtekið manninn á vettvangi. Ekki liggur fyrir hvað olli því að maðurinn skaut á fólkið. Þá segir lögreglan ekki víst á þessari stundu hvort maðurinn sé í raun hermaður, þótt hann hafi klæðst búningi ísraelska hersins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×