Innlent

Fjölmenn mótmæli eldri borgara og öryrkja við Alþingishúsið

Fjölmenn mótmæli voru við Alþingishúsið síðdegis í dag. Þar fóru eldri borgarar og öryrkjar og afhentu þeir forseta Alþingis undirskriftalista, þar sem þingheimur var hvattur til að bæta kjör þeirra. Auk þess afhentu þeir öllum þingmönnum jólagjöf, en þótt jólagjafir séu almennt ekki opnaðar fyrr en á jólunum, var þess getið að gjöfin væri ný skýrsla Stefáns Ólafssonar um kjör öryrkja á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×