Innlent

Krafan ekki studd gögnum

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð úr héraði yfir manni sem grunaður er um stór­fell­da fíkni­efna­sölu á Akur­eyri. Þegar maðurinn var hand­tek­inn um mánaða­mót­in á skemmti­staðnum Sjallanum á Akureyri hafði hann á sér 53.500 krónur sem lögreglu grunaði að væri af­rakst­ur fíkniefnasölu.

Þá segir lög­regla átta milljóna króna veltu á bankareikningi mannsins, sem er atvinnulaus, vekja grunsemdir. Hæstiréttur sagði hins vegar ekkert hafa verið lagt fram um ætl­aða reikningsveltu og að lausa­féð eitt nægði ekki til að styð­ja fullyrðingar um eiturlyfjasölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×