Innlent

Óttast mengun­arslys

Olíuflutningar í byggð. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vilja láta meta hættuna af olíuflutningum, sem eru töluverðir um bæinn.
Olíuflutningar í byggð. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vilja láta meta hættuna af olíuflutningum, sem eru töluverðir um bæinn.

Hafnarfjarðar­bær hvetur samgönguyfirvöld til að vinna nú þegar áhættugreiningu vegna olíuflutninga hér á landi. "Áætluð tíðni olíuóhappa gefur ærið tilefni til að gefa þessum flutn­ingum gaum," segir á vef Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar. Jafn­framt er þeirri skoð­un lýst að setja verði fyrir fram skil­greind við­mið­un­armörk um ásætt­an­lega áhættu.

"Áhættu­grein­ing­una má síðan nýta sem tæki til ákvörðunartöku." Fram kemur að um Hafnarfjörð séu í viku hverri flutt mörg þúsund tonn af olíu og slys gætu orðið af ýmsum toga. "Ekki er endilega víst við um­ferðar­óhapp hjá olíu­flutn­inga­bíl að eld­ur komi upp, held­ur gæti olían ein­fald­lega lek­ið ofan í ræsi og hugsan­lega vald­ið olíu­meng­un á við­kvæmu líf­ríki m.a. Lækjar­ins í Hafnar­firði eða frið­lands­ins við Ás­tjörn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×