Innlent

Ný gatnamót opnuð í dag

Ný gatnamót Snorrabrautar og Hringbrautar í Reykjavík verða opnuð umferð á ný í dag eftir breytingar. Snorrabraut milli Eiríksgötu og Hringbrautar hefur verið lokuð frá því snemma í sumar vegna framkvæmda við nýju Hringbrautina. Í tilkynningu frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar kemur fram að umferðarljós verði tengd eftir viku en mikið annríki hafi verið hjá starfsmönnum umferðarljósa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×