Erlent

Aðstoð þrátt fyrir lélega kunnáttu

Claus Hjort Frederiksen, atvinnumálaráðherra Danmerkur, aftekur með öllu að fjárhagsaðstoð við þá Grænlendinga í Danmörku sem ekki tala reiprennandi dönsku verði hætt. Berlingske Tidende greinir frá því að jafnaðarmenn og íhaldsmenn hafi viðrað þessar hugmyndir fyrr í sumar. Skiptar skoðanir voru um málið í Venstre, flokki Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra og Frederiksen atvinnumálaráðherra, en danski þjóðarflokkurinn var alfarið á móti. Þingmenn Einingarflokksins fóru því fram á skýringar frá ráðherranum sem nú hafa verið gefnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×