Tony Blair hvattur til afsagnar 8. maí 2005 00:01 Þótt aðeins séu þrír dagar liðnir frá kosningunum í Bretlandi eru samflokksmenn Tony Blair þegar farnir að leggja að honum að segja af sér. Strax hefur slegið í brýnu á milli þeirra Gordon Brown fjármálaráðherra. Það fækkaði um 94 þingmenn í þingflokki Verkamannaflokksins eftir kosningarnar á fimmtudaginn en flokkurinn hefur nú aðeins 67 sæta meirihluta. Sá meirihluti getur reynst of naumur í umdeildum málum ef litið er til þess hversu margir þingmenn sem hafa verið Tony Blair óþægir ljáir í þúfu náðu endurkjöri. Nú eru margir þessara manna þegar farnir að knýja á um afsögn forsætisráðherrans. Í útvarpsviðtali við BBC í gær kvaðst Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra, vera þeirrar skoðunar að Verkamannaflokkurinn hefði sigrað í kosningunum þrátt fyrir Blair en ekki vegna hans. Cook, sem hætti í ríkisstjórninni í mótmælaskyni við innrásina í Írak, sagði að Blair ætti að hugsa vandlega um hvort nú væri ekki rétti tíminn til að láta öðrum leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum eftir. Í svipaðan streng tóku þingmennirnir John Austin og Jeremy Corbyn, svo og Frank Dobson, fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra, sem sagði Blair hafa verið bagga á flokknum í kosningunum í viðtali við ITV-sjónvarpsstöðina. Aðrir þingmenn komu Blair til varnar, til dæmis David Blunkett sem er orðinn ráðherra á ný, og Tessa Jowell, menningarmálaráðherra. Það er því ljóst að forsætisráðherrann er orðinn enn umdeildari í eigin flokki. Blair hefur ekki enn svarað gagnrýni samflokksmanna sinna en einn talsmanna hans sagði að yfirlýsing hans frá því í september um að hann sæti út kjörtímabilið stæði óbreytt. The Observer hermir að í innsta hring stuðningsmanna Blair sé rætt um að hann láti af embætti á flokksþingi Verkamannaflokksins árið 2008. Blaðið greindi jafnframt frá því að til snarpra orðaskipta hefði komið á milli þeirra Tony Blair og Gordon Brown vegna skipunar Andrew Adonis sem aðstoðarmann Ruth Kelly menntamálaráðherra. Brown lagðist eindregið gegn skipuninni og virtist Blair ætla að láta í minni pokann. Erlent Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Þótt aðeins séu þrír dagar liðnir frá kosningunum í Bretlandi eru samflokksmenn Tony Blair þegar farnir að leggja að honum að segja af sér. Strax hefur slegið í brýnu á milli þeirra Gordon Brown fjármálaráðherra. Það fækkaði um 94 þingmenn í þingflokki Verkamannaflokksins eftir kosningarnar á fimmtudaginn en flokkurinn hefur nú aðeins 67 sæta meirihluta. Sá meirihluti getur reynst of naumur í umdeildum málum ef litið er til þess hversu margir þingmenn sem hafa verið Tony Blair óþægir ljáir í þúfu náðu endurkjöri. Nú eru margir þessara manna þegar farnir að knýja á um afsögn forsætisráðherrans. Í útvarpsviðtali við BBC í gær kvaðst Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra, vera þeirrar skoðunar að Verkamannaflokkurinn hefði sigrað í kosningunum þrátt fyrir Blair en ekki vegna hans. Cook, sem hætti í ríkisstjórninni í mótmælaskyni við innrásina í Írak, sagði að Blair ætti að hugsa vandlega um hvort nú væri ekki rétti tíminn til að láta öðrum leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum eftir. Í svipaðan streng tóku þingmennirnir John Austin og Jeremy Corbyn, svo og Frank Dobson, fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra, sem sagði Blair hafa verið bagga á flokknum í kosningunum í viðtali við ITV-sjónvarpsstöðina. Aðrir þingmenn komu Blair til varnar, til dæmis David Blunkett sem er orðinn ráðherra á ný, og Tessa Jowell, menningarmálaráðherra. Það er því ljóst að forsætisráðherrann er orðinn enn umdeildari í eigin flokki. Blair hefur ekki enn svarað gagnrýni samflokksmanna sinna en einn talsmanna hans sagði að yfirlýsing hans frá því í september um að hann sæti út kjörtímabilið stæði óbreytt. The Observer hermir að í innsta hring stuðningsmanna Blair sé rætt um að hann láti af embætti á flokksþingi Verkamannaflokksins árið 2008. Blaðið greindi jafnframt frá því að til snarpra orðaskipta hefði komið á milli þeirra Tony Blair og Gordon Brown vegna skipunar Andrew Adonis sem aðstoðarmann Ruth Kelly menntamálaráðherra. Brown lagðist eindregið gegn skipuninni og virtist Blair ætla að láta í minni pokann.
Erlent Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira