Erlent

Stal aðalsnafnbót

Buckingham lávarður. Ekki er vitað hvað manninum gekk til með þeim lygavef sem hann spann í 22 ár.
Buckingham lávarður. Ekki er vitað hvað manninum gekk til með þeim lygavef sem hann spann í 22 ár.

Dómstóll í Kantara­borg hefur dæmt mann í 21 mánaða fangelsi fyrir að taka upp nafn og aðalstign barns sem lést fyrir 42 árum. Árið 1983 tók maðurinn upp nafnið Christopher Edward Buckingham lávarður, en drengur sem andaðist níu mánaða gamall tutt­ugu árum áður hafði heitið þessu nafni.

Upp komst um málið í janúar á þessu ári þegar maðurinn sótti um vegabréf undir lávarðs­nafnbótinni og þá var hann handtekinn. Ekkert er vitað um hver maðurinn raunverulega er því hann neitaði með öllu að skýra frá sínu rétta nafni við yfirheyrslur. Fyrrverandi eiginkona og börn hans hafa enga hugmynd um uppruna hans heldur. Lögregla hefur því sent fingraför hans og sýni af erfðaefni til ýmissa landa, svo sem Þýskalands og Ísraels, í þeirri von að ljósi verði varpað á málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×