Erlent

Karlarnir fitna meira en konur

Sænska þjóðin hefur þyngst verulega og lengst á síðustu 25 árum. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að þeir hafa þyngst öllu meira hlutfallslega en þeir hafa hækkað. Þeir hafa með öðrum orðum fitnað.

Sænskir karlmenn, á aldrinum 16 til 84 ára, hafa þyngst um sex kíló að meðaltali á tímabilinu en konurnar um fjögur kíló. Sænskir karlar eru að meðaltali 81,9 kíló að þyngd og 179,4 sentimetrar á hæð en konurnar eru 66,7 kíló og hæðin er 165,5 sentimetrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×