Erlent

Tala látinna komin upp í 57

Hlúð að særðum fyrir utan Days Inn hótelið.
Hlúð að særðum fyrir utan Days Inn hótelið. MYND/AP

Að minnsta kosti 57 eru látnir og 115 manns liggja sárir eftir sprengingarnar sem urðu á þremur hótelum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í kvöld. Lögregla telur að um sjálfsmorðssprengjuárásir hafi verið að ræða. Sprengingarnar urðu með stuttu millibili á Days Inn hótelinu, Radisson SAS og Grand Hyatt hótelinu en þau eru afar vinsæl meðal vestrænna og ísraelskra ferðamanna. Bandaríkjastjórn bauð í kvöld fram aðstoð sína við rannsókn málsins og leitinni að þeim sem bæru ábyrgð á ódæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×