Erlent

Flugfargjöld eiga að lækka

Sterling-Þota. Forsvarsmenn félagsins segja ekki sjálfgefið að niðurfelling gjalda skili sér til farþega.
Sterling-Þota. Forsvarsmenn félagsins segja ekki sjálfgefið að niðurfelling gjalda skili sér til farþega.

Sérstakt farþegagjald á dönskum flugvöllum mun falla niður samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi dönsku ríkisstjórnarinnar og Danska þjóðarflokksins. Talsmaður þeirra segir að ætlast sé til að breytingin skili sér beint til neytenda.

Forsvarsmenn Sterling hafa hins vegar sagt að niður­­fellingin muni ekki sjálfkrafa verða til þess að fargjöld lækki. Þessi yfirlýsing Sterling var gagnrýnd af fulltrúa neytendasamtaka og þingmanni Danska þjóðarflokksins í dagblaðinu Berlingske Tidende í gær enda telja þeir tilganginn með breytingunni ekki vera þann að skapa flugfélögunum auknar tekjur.

Félögin hafi gagnrýnt gjaldtökuna enda hafi hún ekki tíðkast annars staðar og því veikt samkeppnisstöðu danska flugiðnaðarins. Við þessari gagnrýni sé verið að bregðast og því eigi að lækka fargjöldin í kjölfarið. Gjaldið er í dag rúmar 700 íslenskar krónur á farþega. Flugfélagið SAS hefur tilkynnt að farmiðar þess lækki um þá upphæð í kjölfar breytinganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×