Erlent

Sjöundi maðurinn í haldi

Sten Skovgaard Larsen, fulltrúi lögreglunnar í Glostrup, upplýsir blaðamenn um handtökurnar.
Sten Skovgaard Larsen, fulltrúi lögreglunnar í Glostrup, upplýsir blaðamenn um handtökurnar.

Lögreglan í Glostrup í Danmörku hefur handtekið sjöunda manninn í tengslum við meintan undirbúning á hryðjuverkum einhvers staðar í Evrópu. Frá þessu var greint á fréttavef danska ríkisútvarpsins.

Haft var eftir lögreglu að maðurinn tengdist einhverjum þeirra sex sem handteknir voru í síðustu viku vegna málsins en farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir honum jafnlengi og yfir hinum, eða til 16. nóvember. Rannsókn málsins heldur áfram og segir lögregla að ómögulegt sé að segja til um hvort fleiri verði handteknir, en hana grunar að hryðjuverka-sella starfi í Danmörku og reynir nú að uppræta hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×