Erlent

Hryðjuverkamenn undirbúa árásir í Ástralíu

Hryðjuverkamenn undirbúa nú árásir í Ástralíu. Þetta sagði forsætisráðherra landsins á blaðamannafundi sem haldinn var í Canberra, höfuðborg landsins, í gær. Hann sagði lögregluna hafa ýmsar upplýsingar þess efnis að hryðjuverkamenn væru að undirbúa árásirnar en vildi þó lítið tjá sig að öðru leyti um málið. Ríkisstjórnin reynir nú að koma í gegn lögum sem leyfa yfirvöldum að halda mönnum, sem grunaðir er um að vera aðilar að hryðjuverkasamtökum, í tvær vikur án kæru. Ástralía er dyggur bandamaður Bandaríkjanna í stríðinu gegn hryðjuverkum og hefur sent herlið til bæði Íraks og Afganistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×