Erlent

Háttsettur al-Qaida liði slapp úr haldi Bandaríkjamanna

Háttsettur al-Qaida liði slapp úr haldi Bandaríkjamanna í Afganistan í sumar. Þetta staðfesti ónafngreindur starfsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins við Reuters-fréttastofuna í dag. Kúveitinn Omar al-Faruq var gripinn í Indónesíu árið 2002 og afhentur Bandaríkjamönnum, en hann er talinn einn af hæstsettu mönnum innan al-Qaida í Suðaustur-Asíu. Al-Faruq var í hópi fjögurra manna sem sluppu úr fangelsi í Bangram-herstöðinni í Afganistan í sumar og hann gengur enn laus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×