Hefur öðlast trú á mannkynið á ný 14. október 2005 00:01 „Viðbrögðin hafa verið stórkostleg og ég er búin að öðlast trú á mannkynið upp á nýtt." Þetta segir Thelma Ásdísardóttir, unga konan sem lagt hefur allt undir í baráttunni gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Nú er liðin vika, og einn dagur til, síðan bók Gerðar Kristnýjar, Myndin af pabba - Saga Thelmu, sem fjallar um ömurlega æsku fimm systra, kom út. „Síminn hefur ekki stoppað og tölvupósthólfið hefur verið fullt frá því að umræðan fór af stað," segir Thelma. „Það virðist vera einhver vakning í gangi og fólk er orðið mjög meðvitað. Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég sagði sögu mína í þeirri von að kannski yrði hún til þess að þoka einhverju fram um smáskref og að hún myndi hvetja fólk til að vera meðvitaðra um börn í vandræðum í kringum sig. En mig óraði ekki fyrir þessari bylgju sem hefur riðið yfir. Þetta er í einu orði sagt æðislegt." Thelma segist hafa fundið afar vel undanfarna daga að fólki standi ekki á sama þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allir séu ásáttir um að gera eitthvað gott og jákvætt til að leggja þeim lið. „Það er svo mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir þeim börnum sem eru í vandræðum í umhverfi þess og sé ekki óttaslegið við að tilkynna um þau,"segir Thelma. „Það á alltaf að leyfa börnunum að njóta vafans og tilkynna ef minnsti grunur er fyrir hendi. Það er ekki til í dæminu að það fari af stað einhverjar nornaveiðar vegna einnar tilkynningar sem ekki reynist á rökum reist. Það gerist ekki. Það eru ennþá börn þarna úti sem eru í hörkuvandræðum. Hvað ætlum við að gera til að hjálpa þeim? Mig langar ekki að fara út í að benda á fólk úr fortíðinni eða að skamma einhvern. Það er ekki tilgangur minn. Hann er að fólk sé og verði meðvitað og vakandi." Spurð um hvort erfitt hafi verið að ræða atburði eigin æsku á opinskáan hátt í fjölmiðlum segir Thelma að hamingjan yfir viðbrögðum fólks hafi verið öðrum tilfinningum yfirsterkari. Þá hafi hún undirbúið sig vel fyrir umræðuna enda eigi hún gott bakland hjá Stígamótum. „Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem hafa haft samband við mig," segir Thelma. „Það hefur verið ofsalega gefandi og veitir mér mikinn styrk til að halda áfram að trúa á það sem ég er að gera." Fréttir Innlent Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
„Viðbrögðin hafa verið stórkostleg og ég er búin að öðlast trú á mannkynið upp á nýtt." Þetta segir Thelma Ásdísardóttir, unga konan sem lagt hefur allt undir í baráttunni gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Nú er liðin vika, og einn dagur til, síðan bók Gerðar Kristnýjar, Myndin af pabba - Saga Thelmu, sem fjallar um ömurlega æsku fimm systra, kom út. „Síminn hefur ekki stoppað og tölvupósthólfið hefur verið fullt frá því að umræðan fór af stað," segir Thelma. „Það virðist vera einhver vakning í gangi og fólk er orðið mjög meðvitað. Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég sagði sögu mína í þeirri von að kannski yrði hún til þess að þoka einhverju fram um smáskref og að hún myndi hvetja fólk til að vera meðvitaðra um börn í vandræðum í kringum sig. En mig óraði ekki fyrir þessari bylgju sem hefur riðið yfir. Þetta er í einu orði sagt æðislegt." Thelma segist hafa fundið afar vel undanfarna daga að fólki standi ekki á sama þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allir séu ásáttir um að gera eitthvað gott og jákvætt til að leggja þeim lið. „Það er svo mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir þeim börnum sem eru í vandræðum í umhverfi þess og sé ekki óttaslegið við að tilkynna um þau,"segir Thelma. „Það á alltaf að leyfa börnunum að njóta vafans og tilkynna ef minnsti grunur er fyrir hendi. Það er ekki til í dæminu að það fari af stað einhverjar nornaveiðar vegna einnar tilkynningar sem ekki reynist á rökum reist. Það gerist ekki. Það eru ennþá börn þarna úti sem eru í hörkuvandræðum. Hvað ætlum við að gera til að hjálpa þeim? Mig langar ekki að fara út í að benda á fólk úr fortíðinni eða að skamma einhvern. Það er ekki tilgangur minn. Hann er að fólk sé og verði meðvitað og vakandi." Spurð um hvort erfitt hafi verið að ræða atburði eigin æsku á opinskáan hátt í fjölmiðlum segir Thelma að hamingjan yfir viðbrögðum fólks hafi verið öðrum tilfinningum yfirsterkari. Þá hafi hún undirbúið sig vel fyrir umræðuna enda eigi hún gott bakland hjá Stígamótum. „Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem hafa haft samband við mig," segir Thelma. „Það hefur verið ofsalega gefandi og veitir mér mikinn styrk til að halda áfram að trúa á það sem ég er að gera."
Fréttir Innlent Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira