Hefur öðlast trú á mannkynið á ný 14. október 2005 00:01 „Viðbrögðin hafa verið stórkostleg og ég er búin að öðlast trú á mannkynið upp á nýtt." Þetta segir Thelma Ásdísardóttir, unga konan sem lagt hefur allt undir í baráttunni gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Nú er liðin vika, og einn dagur til, síðan bók Gerðar Kristnýjar, Myndin af pabba - Saga Thelmu, sem fjallar um ömurlega æsku fimm systra, kom út. „Síminn hefur ekki stoppað og tölvupósthólfið hefur verið fullt frá því að umræðan fór af stað," segir Thelma. „Það virðist vera einhver vakning í gangi og fólk er orðið mjög meðvitað. Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég sagði sögu mína í þeirri von að kannski yrði hún til þess að þoka einhverju fram um smáskref og að hún myndi hvetja fólk til að vera meðvitaðra um börn í vandræðum í kringum sig. En mig óraði ekki fyrir þessari bylgju sem hefur riðið yfir. Þetta er í einu orði sagt æðislegt." Thelma segist hafa fundið afar vel undanfarna daga að fólki standi ekki á sama þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allir séu ásáttir um að gera eitthvað gott og jákvætt til að leggja þeim lið. „Það er svo mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir þeim börnum sem eru í vandræðum í umhverfi þess og sé ekki óttaslegið við að tilkynna um þau,"segir Thelma. „Það á alltaf að leyfa börnunum að njóta vafans og tilkynna ef minnsti grunur er fyrir hendi. Það er ekki til í dæminu að það fari af stað einhverjar nornaveiðar vegna einnar tilkynningar sem ekki reynist á rökum reist. Það gerist ekki. Það eru ennþá börn þarna úti sem eru í hörkuvandræðum. Hvað ætlum við að gera til að hjálpa þeim? Mig langar ekki að fara út í að benda á fólk úr fortíðinni eða að skamma einhvern. Það er ekki tilgangur minn. Hann er að fólk sé og verði meðvitað og vakandi." Spurð um hvort erfitt hafi verið að ræða atburði eigin æsku á opinskáan hátt í fjölmiðlum segir Thelma að hamingjan yfir viðbrögðum fólks hafi verið öðrum tilfinningum yfirsterkari. Þá hafi hún undirbúið sig vel fyrir umræðuna enda eigi hún gott bakland hjá Stígamótum. „Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem hafa haft samband við mig," segir Thelma. „Það hefur verið ofsalega gefandi og veitir mér mikinn styrk til að halda áfram að trúa á það sem ég er að gera." Fréttir Innlent Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Viðbrögðin hafa verið stórkostleg og ég er búin að öðlast trú á mannkynið upp á nýtt." Þetta segir Thelma Ásdísardóttir, unga konan sem lagt hefur allt undir í baráttunni gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Nú er liðin vika, og einn dagur til, síðan bók Gerðar Kristnýjar, Myndin af pabba - Saga Thelmu, sem fjallar um ömurlega æsku fimm systra, kom út. „Síminn hefur ekki stoppað og tölvupósthólfið hefur verið fullt frá því að umræðan fór af stað," segir Thelma. „Það virðist vera einhver vakning í gangi og fólk er orðið mjög meðvitað. Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég sagði sögu mína í þeirri von að kannski yrði hún til þess að þoka einhverju fram um smáskref og að hún myndi hvetja fólk til að vera meðvitaðra um börn í vandræðum í kringum sig. En mig óraði ekki fyrir þessari bylgju sem hefur riðið yfir. Þetta er í einu orði sagt æðislegt." Thelma segist hafa fundið afar vel undanfarna daga að fólki standi ekki á sama þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allir séu ásáttir um að gera eitthvað gott og jákvætt til að leggja þeim lið. „Það er svo mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir þeim börnum sem eru í vandræðum í umhverfi þess og sé ekki óttaslegið við að tilkynna um þau,"segir Thelma. „Það á alltaf að leyfa börnunum að njóta vafans og tilkynna ef minnsti grunur er fyrir hendi. Það er ekki til í dæminu að það fari af stað einhverjar nornaveiðar vegna einnar tilkynningar sem ekki reynist á rökum reist. Það gerist ekki. Það eru ennþá börn þarna úti sem eru í hörkuvandræðum. Hvað ætlum við að gera til að hjálpa þeim? Mig langar ekki að fara út í að benda á fólk úr fortíðinni eða að skamma einhvern. Það er ekki tilgangur minn. Hann er að fólk sé og verði meðvitað og vakandi." Spurð um hvort erfitt hafi verið að ræða atburði eigin æsku á opinskáan hátt í fjölmiðlum segir Thelma að hamingjan yfir viðbrögðum fólks hafi verið öðrum tilfinningum yfirsterkari. Þá hafi hún undirbúið sig vel fyrir umræðuna enda eigi hún gott bakland hjá Stígamótum. „Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem hafa haft samband við mig," segir Thelma. „Það hefur verið ofsalega gefandi og veitir mér mikinn styrk til að halda áfram að trúa á það sem ég er að gera."
Fréttir Innlent Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira