Hækka skatt þegar þeir sjá hann 14. október 2005 00:01 Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi félagshyggju í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kvað talsmenn hennar vilja skattahækkanir. „Ég heyrði á dögunum að formaður Samfylkingarinnar vilji nú hækka fjármagnstekjuskattinn. Það kom mér ekki á óvart. Berlínarmúrinn er löngu fallinn en þeir múrar sem hugmyndaheimur Samfylkingarinnar hírist innan standa greinilega enn óbrotnir... Hún er nefnilega römm skatthækkunartaugin er dregur rekka til föðurtúna félagshyggjunnar," sagði Davíð. Hann kvaðst vilja lækka skatta þegar færi gæfist og auka þar með hlutinn sem vinnandi menn héldu eftir af aflafé sínu. „Vinstri menn mega ekki sjá skatt án þess að vilja hækka hann." Davíð vék orðum að dómsmálum og gat þess að í sinni tíð hefðu verið sett stjórnsýslulög og upplýsingalög. „Sjálfstæði dómstólanna er fullkomlega tryggt. Við höfum lögfest mannréttindasáttmála Evrópu og þannig gert hann jafngildan íslenskum lögum - að vísu með þeirri afleiðingu sem Magnús heitinn Óskarsson orðaði þannig að bilaðir menn jafnt sem óbilaðir beri hann nú fyrir sig af minnsta tilefni." Davíð sagði Kyoto-samþykktina um varnir gegn gróðurhúsaáhrifum byggða á afar ótraustum vísindalegum grunni en viðleitnin með sáttmálanum væri örugglega í rétta átt. Sjálfstæðismenn hefðu tekið fullan þátt í umræðunni um hlýnun jarðar. „Því miður hefur sú umræða á köflum verið borin uppi af óræðri tilfinningasemi og í versta falli innantómum áróðri fremur en rökum." Davíð tók dæmi af fréttum um að hlýnun jarðar kynni að valda breytingum á Golfstraumnum. „Svo birtist nýlega frétt, þó miklu fyrirferðaminni, þar sem vísindamenn kynntu þá niðurstöðu sína að allt benti til þess að þrátt fyrir hugsanlega hlýnun á norðurslóðum myndi Golfstraumurinn halda áfram sínu hringsóli. Þessi litla saga kennir að vísindin verða að fá frið og tíma til að nálgast niðurstöður í flóknum málum... Æsinga- og öfgamenn eiga ekki að fá að ráða þessari umræðu frekar en annarri," sagði Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi félagshyggju í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kvað talsmenn hennar vilja skattahækkanir. „Ég heyrði á dögunum að formaður Samfylkingarinnar vilji nú hækka fjármagnstekjuskattinn. Það kom mér ekki á óvart. Berlínarmúrinn er löngu fallinn en þeir múrar sem hugmyndaheimur Samfylkingarinnar hírist innan standa greinilega enn óbrotnir... Hún er nefnilega römm skatthækkunartaugin er dregur rekka til föðurtúna félagshyggjunnar," sagði Davíð. Hann kvaðst vilja lækka skatta þegar færi gæfist og auka þar með hlutinn sem vinnandi menn héldu eftir af aflafé sínu. „Vinstri menn mega ekki sjá skatt án þess að vilja hækka hann." Davíð vék orðum að dómsmálum og gat þess að í sinni tíð hefðu verið sett stjórnsýslulög og upplýsingalög. „Sjálfstæði dómstólanna er fullkomlega tryggt. Við höfum lögfest mannréttindasáttmála Evrópu og þannig gert hann jafngildan íslenskum lögum - að vísu með þeirri afleiðingu sem Magnús heitinn Óskarsson orðaði þannig að bilaðir menn jafnt sem óbilaðir beri hann nú fyrir sig af minnsta tilefni." Davíð sagði Kyoto-samþykktina um varnir gegn gróðurhúsaáhrifum byggða á afar ótraustum vísindalegum grunni en viðleitnin með sáttmálanum væri örugglega í rétta átt. Sjálfstæðismenn hefðu tekið fullan þátt í umræðunni um hlýnun jarðar. „Því miður hefur sú umræða á köflum verið borin uppi af óræðri tilfinningasemi og í versta falli innantómum áróðri fremur en rökum." Davíð tók dæmi af fréttum um að hlýnun jarðar kynni að valda breytingum á Golfstraumnum. „Svo birtist nýlega frétt, þó miklu fyrirferðaminni, þar sem vísindamenn kynntu þá niðurstöðu sína að allt benti til þess að þrátt fyrir hugsanlega hlýnun á norðurslóðum myndi Golfstraumurinn halda áfram sínu hringsóli. Þessi litla saga kennir að vísindin verða að fá frið og tíma til að nálgast niðurstöður í flóknum málum... Æsinga- og öfgamenn eiga ekki að fá að ráða þessari umræðu frekar en annarri," sagði Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent