Hallæri í góðærinu 14. desember 2005 09:30 Kristinn H. Gunnarsson: "Átak stjórnvalda er sundurlaust og ómarkvisst og stefna eiginlega ekki til." Einhver stærsta og mikilsverðasta aðgerð í byggðamálum á síðari tímum, stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi, draga með ákveðnum hætti máttinn úr byggðarlögum frá norðanverðu Snæfellsnesi um Vestfirði og yfir allt Norðurland. Tilraunum Seðlabankans til þess að slá á þenslu og verðbólgu með hávaxtastefnu og ofurgengi krónunnar hefur Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýst þannig að þegar hóstahryglurnar hætta og lífsandinn hverfur úr vitum þessara byggðarlaga, hverfi einnig sjúkdómseinkennin. Í raun má orða það svo að mótvægisaðgerðir stjórnvalda gegn þenslunni valdi nú uppdráttarsýki í nær gervallri sjávarbyggð landsins.Órólegir stjórnendur@Mynd -FoMed 6,5p CP:Steingrímur J. Sigfússon "Það gæti hæglega verið hagkvæmara fyrir það [Sæplast] að óbreyttu að koma sér fyrir í Hafnarfirði."En hver eru þessi einkenni? Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ómyrkur í máli og segir að þörf sé á sérstakri byggðastefnu fyrir allt norðanvert landið í það minnsta. "Forsvarsmenn fyrirtækjanna velta ekki aðeins fyrir sér þeim möguleika að auka hagkvæmni og arðsemi með því að flytja fyrirtækin á suðvesturhorn landsins heldur einnig úr landi. Hvers vegna ætti rækjufyrirtæki, sem fær hráefnið frá Noregi ekki að setjast að í Skotlandi, steinsnar frá mikilvægasta markaðnum í Englandi? Ég veit að menn hafa verið að skoða Skotland og Eystrasaltslöndin," segir Kristinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir að fyrirtæki á borð við Sæplast hf. á Dalvík geti velt fyrir sér leiðum til að auka arðsemina. "Það er háð dýrum flutningum á aðföngum og á fullunnum framleiðsluvörum sem þurfa að komast á markað. Það gæti hæglega verið hagkvæmara fyrir það að óbreyttu að koma sér fyrir í Hafnarfirði." Steingrímur telur að rótina að samruna málningarframleiðendanna Hörpu og Sjafnar hafi mátt rekja til hagræðis sem fengist með minni flutningum. "Menn hafi ákveðið að hafa aðeins þá framleiðslu á Akureyri sem síður væri háð flutningum og þyldi háan flutningskostnað. Fyrir þremur árum var ætlunin að kanna möguleikana á jöfnun flutningskostnaðar sem hefur farið sífellt hækkandi með auknum flutningum á landi og hækkandi eldsneytisverði. Ekkert hefur gerst í því máli enn," segir Steingrímur og telur að ósamkomulag stjórnarflokkanna og tómlæti ríkisstjórnarinnar ráði þar mestu um. 20.000 tonna byggðakvóti@Mynd -FoMed 6,5p CP:Einar Oddur Kristjánsson "Sjávarbyggðir standa veikar en oft áður. Framleiðslu- og samkeppnisiðnaður hefðu ekki getað hækkað sín laun."Kristinn H. Gunnarsson segir að rót vandans megi rekja til kvótakerfisins. "Fyrirtæki sem eru að byggja sig upp með kvótakaupum, til dæmis í Bolungarvík, eru í rauninni að vinna fyrir aðra kvótaeigendur. Þau taka lán til kvótakaupa og borga skuldir en kvótaeigandinn, sem telur seðlana, er annars staðar." Kristinn segir að í þenslunni hafi stjórnvöld tekið sjávarútvegsmálin út fyrir sviga og sagt að ekki mætti hreyfa þar við neinu. "Samt hafa skýrslur, meðal annars á vegum Byggðastofnunar, sýnt samspilið á milli fiskveiðistjórnunarinnar og afkomu mikilvægustu atvinnufyrirtækjanna á þessum landsvæðum. Það sem þar var sagt hefur í raun allt gengið eftir. Það hefur ekki verið pólítískur vilji til þess að breyta kerfinu. Hagsmunir fárra eru teknir fram yfir hagsmuni margra. Til að snúa þessu að einhverju leyti við þarf afgerandi aðgerð eins og tuttugu þúsund tonna byggðakvóta í stað þrjú þúsund tonna. Vandinn mun gjósa upp þangað til tekið verður á honum," segir Kristinn. Auglýst eftir byggðastefnu@Mynd -FoMed 6,5p CP:Siglufjörður Kvótinn fer, Síminn fer, lögreglan fer og allir í leit að hagkvæmni. Lifir sjávarbyggðin þensluna af?Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, benti á það í Fréttablaðinu í gær að á suðvesturhorninu búi sveitarfélög við skilyrði sem færir þeim auknar tekjur. "Þegar komið er norður fyrir Snæfellsnes og allt austur á land eru sveitarfélög með allt að fjögur þúsund íbúa í kröggum vegna minnkandi útsvarstekna." "Mér finnst hafa ríkt ákveðinn doði og engin stór skref stigin nema á Austurlandi." Útsvarstekjur eru lang mikilvægustu tekjur sveitarfélaga og eru algerlega háðar atvinnuástandi, fjölda starfa og tekjum einstaklinga. Minnkandi tekjur þeirra endurspegla þannig fækkun starfa og minnkandi tekjur. "Sjávarbyggðir standa veikar en oft áður. Framleiðslu- og samkeppnisiðnaður hefðu ekki getað hækkað sín laun og það kemur niður á tekjum þessara sveitarfélaga. Þetta er svo aftur tengt vaxtahækkunum Seðlabankans," segir Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. "Í þessum byggðarlögum er afturför í atvinnumálum og fækkun starfa í sjávarútvegi," segir Kristinn H. Gunnarsson. "Það hafa ekki verið möguleikar til að bregðast við framsalinu því brottflutningur veiðiheimilda veldur fækkun starfa og atvinnuuppbyggingin hefur ekki verið í öðrum greinum, hvorki í opinberri þjónustu né á öðrum sviðum. Mikið óöryggi fylgir kvótatilflutningunum. Framtakið hefur verið sáralítið. Eina umtalsverða átakið eru álversframkvæmdirnar á Austurlandi og svo nokkur viðleitni í Eyjafirði í kringum menntastofnanir og hugsanlega stóriðju þar. Að öðru leyti skila stjórnvöld nánast auðu. Átak stjórnvalda er sundurlaust og ómarkvisst og stefna eiginlega ekki til," segir Kristinn. Innlent Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöngum lokað „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Einhver stærsta og mikilsverðasta aðgerð í byggðamálum á síðari tímum, stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi, draga með ákveðnum hætti máttinn úr byggðarlögum frá norðanverðu Snæfellsnesi um Vestfirði og yfir allt Norðurland. Tilraunum Seðlabankans til þess að slá á þenslu og verðbólgu með hávaxtastefnu og ofurgengi krónunnar hefur Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýst þannig að þegar hóstahryglurnar hætta og lífsandinn hverfur úr vitum þessara byggðarlaga, hverfi einnig sjúkdómseinkennin. Í raun má orða það svo að mótvægisaðgerðir stjórnvalda gegn þenslunni valdi nú uppdráttarsýki í nær gervallri sjávarbyggð landsins.Órólegir stjórnendur@Mynd -FoMed 6,5p CP:Steingrímur J. Sigfússon "Það gæti hæglega verið hagkvæmara fyrir það [Sæplast] að óbreyttu að koma sér fyrir í Hafnarfirði."En hver eru þessi einkenni? Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ómyrkur í máli og segir að þörf sé á sérstakri byggðastefnu fyrir allt norðanvert landið í það minnsta. "Forsvarsmenn fyrirtækjanna velta ekki aðeins fyrir sér þeim möguleika að auka hagkvæmni og arðsemi með því að flytja fyrirtækin á suðvesturhorn landsins heldur einnig úr landi. Hvers vegna ætti rækjufyrirtæki, sem fær hráefnið frá Noregi ekki að setjast að í Skotlandi, steinsnar frá mikilvægasta markaðnum í Englandi? Ég veit að menn hafa verið að skoða Skotland og Eystrasaltslöndin," segir Kristinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir að fyrirtæki á borð við Sæplast hf. á Dalvík geti velt fyrir sér leiðum til að auka arðsemina. "Það er háð dýrum flutningum á aðföngum og á fullunnum framleiðsluvörum sem þurfa að komast á markað. Það gæti hæglega verið hagkvæmara fyrir það að óbreyttu að koma sér fyrir í Hafnarfirði." Steingrímur telur að rótina að samruna málningarframleiðendanna Hörpu og Sjafnar hafi mátt rekja til hagræðis sem fengist með minni flutningum. "Menn hafi ákveðið að hafa aðeins þá framleiðslu á Akureyri sem síður væri háð flutningum og þyldi háan flutningskostnað. Fyrir þremur árum var ætlunin að kanna möguleikana á jöfnun flutningskostnaðar sem hefur farið sífellt hækkandi með auknum flutningum á landi og hækkandi eldsneytisverði. Ekkert hefur gerst í því máli enn," segir Steingrímur og telur að ósamkomulag stjórnarflokkanna og tómlæti ríkisstjórnarinnar ráði þar mestu um. 20.000 tonna byggðakvóti@Mynd -FoMed 6,5p CP:Einar Oddur Kristjánsson "Sjávarbyggðir standa veikar en oft áður. Framleiðslu- og samkeppnisiðnaður hefðu ekki getað hækkað sín laun."Kristinn H. Gunnarsson segir að rót vandans megi rekja til kvótakerfisins. "Fyrirtæki sem eru að byggja sig upp með kvótakaupum, til dæmis í Bolungarvík, eru í rauninni að vinna fyrir aðra kvótaeigendur. Þau taka lán til kvótakaupa og borga skuldir en kvótaeigandinn, sem telur seðlana, er annars staðar." Kristinn segir að í þenslunni hafi stjórnvöld tekið sjávarútvegsmálin út fyrir sviga og sagt að ekki mætti hreyfa þar við neinu. "Samt hafa skýrslur, meðal annars á vegum Byggðastofnunar, sýnt samspilið á milli fiskveiðistjórnunarinnar og afkomu mikilvægustu atvinnufyrirtækjanna á þessum landsvæðum. Það sem þar var sagt hefur í raun allt gengið eftir. Það hefur ekki verið pólítískur vilji til þess að breyta kerfinu. Hagsmunir fárra eru teknir fram yfir hagsmuni margra. Til að snúa þessu að einhverju leyti við þarf afgerandi aðgerð eins og tuttugu þúsund tonna byggðakvóta í stað þrjú þúsund tonna. Vandinn mun gjósa upp þangað til tekið verður á honum," segir Kristinn. Auglýst eftir byggðastefnu@Mynd -FoMed 6,5p CP:Siglufjörður Kvótinn fer, Síminn fer, lögreglan fer og allir í leit að hagkvæmni. Lifir sjávarbyggðin þensluna af?Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, benti á það í Fréttablaðinu í gær að á suðvesturhorninu búi sveitarfélög við skilyrði sem færir þeim auknar tekjur. "Þegar komið er norður fyrir Snæfellsnes og allt austur á land eru sveitarfélög með allt að fjögur þúsund íbúa í kröggum vegna minnkandi útsvarstekna." "Mér finnst hafa ríkt ákveðinn doði og engin stór skref stigin nema á Austurlandi." Útsvarstekjur eru lang mikilvægustu tekjur sveitarfélaga og eru algerlega háðar atvinnuástandi, fjölda starfa og tekjum einstaklinga. Minnkandi tekjur þeirra endurspegla þannig fækkun starfa og minnkandi tekjur. "Sjávarbyggðir standa veikar en oft áður. Framleiðslu- og samkeppnisiðnaður hefðu ekki getað hækkað sín laun og það kemur niður á tekjum þessara sveitarfélaga. Þetta er svo aftur tengt vaxtahækkunum Seðlabankans," segir Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. "Í þessum byggðarlögum er afturför í atvinnumálum og fækkun starfa í sjávarútvegi," segir Kristinn H. Gunnarsson. "Það hafa ekki verið möguleikar til að bregðast við framsalinu því brottflutningur veiðiheimilda veldur fækkun starfa og atvinnuuppbyggingin hefur ekki verið í öðrum greinum, hvorki í opinberri þjónustu né á öðrum sviðum. Mikið óöryggi fylgir kvótatilflutningunum. Framtakið hefur verið sáralítið. Eina umtalsverða átakið eru álversframkvæmdirnar á Austurlandi og svo nokkur viðleitni í Eyjafirði í kringum menntastofnanir og hugsanlega stóriðju þar. Að öðru leyti skila stjórnvöld nánast auðu. Átak stjórnvalda er sundurlaust og ómarkvisst og stefna eiginlega ekki til," segir Kristinn.
Innlent Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöngum lokað „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira