Sport

KR hrætt við Leikni?

Svo virðist sem stórveldið KR óttist 2. deildarlið Leiknis nokkuð mikið því þeir hafa farið fram á að lánsmaður félagsins, Vigfús Arnar Jósepsson, spili ekki með Leikni gegn KR í VISA-bikarnum í kvöld. Í lánssamningi Leiknis við KR kom hvergi fram að Vigfús mætti ekki leika með gegn KR færi svo að liðin mættust á einhverri keppni en samkvæmt heimildum Vísis hringdi framkvæmdastjóri KR-Sports, Sigurður Helgason, í Leiknismenn í gærkvöld og fór fram á að Vigfús myndi ekki spila gegn KR. Vigfús Arnar er 21 árs gamall miðjumaður sem aðeins hafði leikið 11 mínútur fyrir KR í ár áður en hann var lánaður til Leiknis. Það var í deildarleik gegn Fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×