Innlent

SA gerir athugasemdir við frumvarp

Það er ekki bara verkalýðsforystan og stjórnarandstaðan sem vilja gera breytingar á frumvarpi um starfsmannaleigur. Samtök atvinnulífsins vilja það líka, þó með öðrum hætti sé. Yfirlögfræðingur samtakanna, sem átti sæti í nefnd sem frumvarpið byggir á, tekur dræmt í þær kröfur ASÍ og fleiri að fyrirtæki sem notfæri sér þjónustu starfsmannaleiga beri ábyrgð brjóti starfsmannaleigan á fólkinu.

Hrafnhildur Stefánsdóttir yfirlögfræðingur Samtaka Atvinnulífsins segir Samtökin að mestu sátt við frumvarpið. Í því sé enda hnykkt betur en áður á því að hér á landi gildi án undantekninga íslenskir kjarasamningar.

Hún segir rammann sem sem nú sé verið að sníða um leigurnar þrengja að slíkri starfsemi umfram aðra atvinnustarfsemi, jafnvel of mikið. Þannig fái Vinnumálastofnun rýmir heimildir til aðgerða gegn starfsmannaleigum en öðrum. Hún hafnar því hins vegar að í frumvarpið vanti ákvæði um ábyrgð fyrirtækja sem leigi sér starfsmenn frá starfsmannaleigum.

Hrafnhildur segir Samtök Atvinnulífsins þó ekki fyllilega sátt við frumvarpið og þannig telur hún að ákvæði um að starfsmaður ræður sig til starfsmannaleigu frá öðru fyrirtæki fyrr en sex mánuðum eftir að hann hætti og eins varðandi skilgreiningu á því hvað sé starfsmannaleiga að lögum, enda sé hún ekki nægjanlega skýr. Hrafnhildur segir Samtökin enda munu koma þessum athugasemdum á framfæri við félagsmálanefnd í umsagnarferli frumvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×