Erlent

Minntust sjóliða á Kursk

Rússar minntust þess í dag að fimm ár eru liðin frá því að kjarnorkukafbáturinn Kursk, stolt Norðurflotans, sökk í Barentshafi. 118 sjóliðar fórust í sprengingunni sem varð um borð í bátnum. Getuleysi hersins í málinu olli miklu uppnámi í Rússlandi og fimm árum síðar er enn þá mörgum spurningum ósvarað. Minnisvarðar um áhöfnina voru afhjúpaðir víða í Rússlandi í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×