Erlent

Kjöt framleitt án dýra

Hægt verður innan tíðar að rækta kjöt án þess að dýr komi þar við sögu, að sögn breska líffræðingsins Brians J. Ford, en hann segi tækni sem gerir kleift að rækta kjöt úr dýrafrumum þegar fyrir hendi. Ár gætu þó enn liðið þar til kjöt framleitt á þennan hátt kemur á markaði. Ford telur að ræktun kjöts án dýra hafi þau áhrif að halda þurfi færri dýrum föngnum, oft við ófullnægjandi aðstæður. Þá muni ræktunin koma til móts við aukna prótínþörf vaxandi íbúafjölda jarðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×