Erlent

Fólks enn leitað eftir lestarslys

Fólks er enn leitað í flaki japanskrar farþegalestar sem þeyttist út af sporinu í morgun. 57 fórust og á fimmta hundrað slasaðist. Lestin var sneisafull enda á ferð með fólk til vinnu á háannatíma. Svo virðist sem að hún hafi farið á miklum hraða í beygju með þeim afleiðingum að fimm af lestarvögnunum sjö fóru út af sporinu og lentu ofan í bílakjallara níu hæða húss sem er fáeina metra frá teinunum. Einn farþeganna segir að lestin hafi ekki stöðvað á tiltekinni stöð en síðan hafi henni verið bakkað þangað og þá hafi áætlunin farið úr skorðum. Þess vegna hafi lestarstjórinn aukið hraðann og lestin farið út af sporinu Annar farþegi segist ekki hafa áttað sig strax á því hvað hafi gerst en lyktin hafi verið megn, reykurinn mikill og höggið sömuleiðis. 580 farþegar voru um borð. 57 týndu lífi en ekki er ljóst hvort það voru allt farþegar eða hvort íbúar hússins og fótgangandi eru þeirra á meðal. Á fimmta hundrað farþega nýtur aðhlynningar á sjúkrahúsum. Nú er liðinn meira en hálfur sólarhringur frá slysinu og björgunarmenn leita ennþá að fólki í brakinu. Sumir vagnanna krumpuðust nánast alveg sama og það er þar sem björgunarmenn eru að störfum með járnklippur og annan búnað. Þar er talið að enn sé að finna fólk en ekki er ljóst hvort það er lífs eða liðið. Lestarstjórinn var 23 ára og átti ellefu mánaða starf að baki. Hann hafði áður brunað fram hjá lestarstöð og hlotið áminningu fyrir. Líkur eru leiddar að því að hann hafi ekki viljað hljóta aðra áminningu og því gefið í með þessum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×