Erlent

Allt í hnút í Írak

Hvorki gengur né rekur í stjórnarmyndunarviðræðunum í Írak. Þessa stundina er deilt um þá ákvörðun Ibrahim al-Jaafari, leiðtoga Dawa-flokksins og verðandi forsætisráðherra, að útiloka flokk Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, frá þátttöku í ríkisstjórninni. Allawi og félagar hans hlutu 40 þingsæti í kosningunum í janúar og höfðu gert sér vonir um að fá veigamikil ráðherraembætti. Á meðan berast landsmenn á banaspjót. 29 hafa farist í sprengjuárásum víða um land síðustu daga, þar á meðal fórust 23 í bílsprengjuárás fyrir utan ísbúð í Bagdad á sunnudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×