Erlent

Finni misnotaði 445 unga drengi

Finnskur karlmaður er grunaður um að hafa misnotað 445 drengi í Taílandi á 15 ára tímabili. Maðurinn var handtekinn er hann kom heim frá Taílandi í janúar. Reynist maðurinn sekur er þetta eitt stærsta glæpamál sem upp hefur komið í Finnlandi hvað snertir fjölda fórnarlamba. Við húsleit heima hjá manninum fundust dagbækur þar sem hann skráði lýsingar á drengjum sem hann hafði misnotað á ferðum sínum til Taílands og ná þær aftur til ársins 1989.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×