Erlent

Tekist á í Nepal

Stjórnarherinn í Nepal hóf í gær stórsókn gegn uppreisnarmönnum í landinu og létu þyrlur meðal annars sprengjur rigna yfir búðir þeirra. Hreyfing kommúnista hefur um skeið stýrt nokkrum héruðum landsins og jafnvel innheimt skatta og framfylgt eigin lögum. Eftir að fréttist af grimmdarverkum þeirra gegn óbreyttum borgurum skáru yfirvöld upp herör gegn þeim. 170 skæruliðar hafa látist í átökum síðustu vikur. Gyanendra konungur er hins vegar sjálfur sagður vera óvandur að meðulum. Eftir að hann tók sér alræðisvald í febrúar hefur Nepal einangrast á alþjóðavettvangi og erlendri aðstoð við landið verið hætt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×