Erlent

Rúmar 2 milljónir í fangelsi í BNA

Ríflega 2,1 milljón manna situr í fangelsi í Bandaríkjunum, eftir því sem fram kemur í ársuppgjöri fyrir síðasta ár frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þetta jafngildir því að 726 af hverjum 100 þúsund íbúum sitji inni fyrir glæp. Þar kemur einnig fram að föngum hafi fjölgað um 2,3 prósent í fyrra. Ein af ástæðunum fyrir þessum mikla fjölda í bandarískum fangelsum er sú að hlutfall þeirra sem lenda oft í fangelsi í landinu er mjög hátt. Þannig lenda tveir af hverjum þremur aftur á bak við lás og slá innan þriggja ára frá því að þeir hafa fengið frelsið aftur. Þá skýrir hin harða afstaða stjórnvalda til afbrota einnig fjöldann því fjölmargir sitja í fangelsi í nokkurn tíma fyrir minni háttar brot. Á móti kemur að ofbeldi í Bandaríkjunum hefur minnkað um þriðjung á árunum 1994-2003 en kostnaður Bandaríkjanna vegna þessa er um 3.250 milljarðar á ári hverju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×