Erlent

Talinn hafa misnotað 445 drengi

Finnskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið hnepptur í varðhald grunaður um að hafa beitt 445 taílenska drengi kynferðisofbeldi. Hann hefur farið 26 sinnum til Taílands síðan árið 1989 og í fórum hans fannst nákvæmt bókhald yfir athafnir hans með drengjunum. Þetta er langumsvifamesti barnaníðingur í sögu Finnlands og sjálfsagt þótt víðar væri leitað, en upp komst um hann vegna rannsóknar hollensku lögreglunnar á svipuðu máli Hollendings.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×